Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 15:50 Lögregluþjónar og hermenn að störfum í Veracruz-ríki í Mexíkó. AP/Victoria Razo)- Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði. Yesenia Lara Gutiérrez og fjórir aðrir sem voru með henni, þar á meðal dóttir hennar, voru skotin til bana á samstöðufundi í Texistepec. Þrír til viðbótar særðust í árásinni, sem var fönguð í beinni útsendingu á Facebooksíðu Gutiérrez. Gutiérrez var á göngu um götur Texistepec að hitta og ræða við íbúa þegar skothríðin hófst. Um tuttugu skotum var hleypt var hleypt af, samkvæmt frétt CNN. Þessi árás var gerð í kjölfar þess að Germán Anuar Valencia, sem tilheyrir einnig Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, var skotinn til bana á fyrstu degi kosningabaráttunnar þann 29. apríl. Hann var skotinn á kosningamiðstöð sinni í Coxquihui, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kosningabaráttur geta verið mjög blóðugar í Mexíkó en síðasta sumar voru tugir frambjóðanda í landinu myrtir. Frambjóðendur og stjórnmálamenn eru þó vinsæl skotmörk glæpamanna, hvort sem það er í kosningabaráttu eða ekki. Glæpamenn skutu til að mynda Benito Aguas, þingmann, til bana í Veracruz í desember. Þá var nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo í Guerrero-ríkis afhöfðaður í október. Rocío Nahle, ríkisstjóri Veracruz, sagði á blaðamannafundi í gær að gengið yrði úr skugga um að öryggi vegna kosninganna yrði tryggt. Þá hefur hún heitið því að morðingja Gutiéerrez muni finnast og að þeim verði refsað. „Ekkert embætti er lífsins virði,“ skrifaði Nahle í færslu á X, eins og hún sagði á blaðamannafundinum. Þar kom fram að að minnsta kosti 57 frambjóðendur í ríkinu hefðu farið fram á aukna öryggisgæslu vegna kosninganna, sem fara fram þann 1. júní. Ningún cargo o puesto vale la vida de una persona. Vamos a dar con los responsables de este cobarde asesinato a la candidata y simpatizantes de morena en Texistepec; 4 personas fallecidas y 3 heridos. He instruido a la @FGE_Veracruz y a seguridad no parar hasta encontrarlos.— Rocío Nahle (@rocionahle) May 12, 2025 Á minningarathöfn í gær, mánudag, töluðu ættingjar og vinir Gutiérrez um ofbeldið vegna kosninganna og hræðsluna sem það hefur valdið. „Við getum ekki haldið áfram með þetta óöryggi, Við erum þreytt á þessu öllu saman. Þetta eru hryðjuverk,“ sagði einn á athöfninni. „Það eru fimm manneskjur látnar, ekki ein. Við búum við hina verstu hryðjuverkastarfsemi.“ Metár í pólitísku ofbeldi Ofbeldið og morðin má að miklu leyti rekja til umfangsmikilla átaka glæpasamtaka í Mexíkó og baráttu þeirra um yfirráð í landinu. Þegar kemur að pólitísku ofbeldi var met sett í Mexíkó í fyrra, samkvæmt mannréttindasamtökum. Þá var skráð 661 tilfelli árása á fólk eða skemmdarverk sem tengjast stjórnmálum. Í mörgum tilfellum var um að ræða árásir á fólk sem sat annað hvort í embætti á sveitarstjórnarsviðinu eða sóttist eftir því. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó 26. mars 2025 12:02 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Yesenia Lara Gutiérrez og fjórir aðrir sem voru með henni, þar á meðal dóttir hennar, voru skotin til bana á samstöðufundi í Texistepec. Þrír til viðbótar særðust í árásinni, sem var fönguð í beinni útsendingu á Facebooksíðu Gutiérrez. Gutiérrez var á göngu um götur Texistepec að hitta og ræða við íbúa þegar skothríðin hófst. Um tuttugu skotum var hleypt var hleypt af, samkvæmt frétt CNN. Þessi árás var gerð í kjölfar þess að Germán Anuar Valencia, sem tilheyrir einnig Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, var skotinn til bana á fyrstu degi kosningabaráttunnar þann 29. apríl. Hann var skotinn á kosningamiðstöð sinni í Coxquihui, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kosningabaráttur geta verið mjög blóðugar í Mexíkó en síðasta sumar voru tugir frambjóðanda í landinu myrtir. Frambjóðendur og stjórnmálamenn eru þó vinsæl skotmörk glæpamanna, hvort sem það er í kosningabaráttu eða ekki. Glæpamenn skutu til að mynda Benito Aguas, þingmann, til bana í Veracruz í desember. Þá var nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo í Guerrero-ríkis afhöfðaður í október. Rocío Nahle, ríkisstjóri Veracruz, sagði á blaðamannafundi í gær að gengið yrði úr skugga um að öryggi vegna kosninganna yrði tryggt. Þá hefur hún heitið því að morðingja Gutiéerrez muni finnast og að þeim verði refsað. „Ekkert embætti er lífsins virði,“ skrifaði Nahle í færslu á X, eins og hún sagði á blaðamannafundinum. Þar kom fram að að minnsta kosti 57 frambjóðendur í ríkinu hefðu farið fram á aukna öryggisgæslu vegna kosninganna, sem fara fram þann 1. júní. Ningún cargo o puesto vale la vida de una persona. Vamos a dar con los responsables de este cobarde asesinato a la candidata y simpatizantes de morena en Texistepec; 4 personas fallecidas y 3 heridos. He instruido a la @FGE_Veracruz y a seguridad no parar hasta encontrarlos.— Rocío Nahle (@rocionahle) May 12, 2025 Á minningarathöfn í gær, mánudag, töluðu ættingjar og vinir Gutiérrez um ofbeldið vegna kosninganna og hræðsluna sem það hefur valdið. „Við getum ekki haldið áfram með þetta óöryggi, Við erum þreytt á þessu öllu saman. Þetta eru hryðjuverk,“ sagði einn á athöfninni. „Það eru fimm manneskjur látnar, ekki ein. Við búum við hina verstu hryðjuverkastarfsemi.“ Metár í pólitísku ofbeldi Ofbeldið og morðin má að miklu leyti rekja til umfangsmikilla átaka glæpasamtaka í Mexíkó og baráttu þeirra um yfirráð í landinu. Þegar kemur að pólitísku ofbeldi var met sett í Mexíkó í fyrra, samkvæmt mannréttindasamtökum. Þá var skráð 661 tilfelli árása á fólk eða skemmdarverk sem tengjast stjórnmálum. Í mörgum tilfellum var um að ræða árásir á fólk sem sat annað hvort í embætti á sveitarstjórnarsviðinu eða sóttist eftir því. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó 26. mars 2025 12:02 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02
Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó 26. mars 2025 12:02
Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34