Láta bandarískan gísl lausan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 23:55 Edan Alexander hefur verið í haldi Hamas frá upphafi þessa stríðs. AP/Ohad Zwigenberg Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir Edan loks á leið heim til fjölskyldu sinnar. Hann verður leystur úr haldi á þriðjudaginn, samkvæmt umfjöllun Reuters. Frelsi hans er skilyrðislaust að því er erlendir miðlar greina frá en Ísraelsmönnum verður gert að gera hlé á árásum og flygildaflugi að minnsta kosti á meðan verið er að flytja Edan til Ísraels. Í apríl birti Hamas myndband af Edan þar sem hann gagnrýndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og ísraelsku ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki greitt fyrir lausn hans. Netanjahú segir í yfirlýsingu að árásum verði ekki hætt þrátt fyrir lausn Edans. „Í samræmi við stefnu Ísraels verða viðræður haldnar á meðan árásum stendur, samkvæmt skuldbindingum okkar um að ná öllum markmiðum okkar með stríðinu,“ segir í yfirlýsingu Netanjahú. Fulltrúar Hamas og Bandaríkjanna hafa síðustu daga fundað í Katar og freista þess að koma á ögn langlífara vopnahléi en síðast. Sama dag og Edan Alexander á að verða sleppt hefst ferðalag Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda. Ekki stendur til að hann fari til Ísraels enn sem komið er. Hann fer á fund leiðtoga í Sádí-Arabíu, Furstadæmunum og Katar. Af 59 gíslum sem enn eru í haldi Hamas gerir bandaríska leyniþjónustan ráð fyrir að 21 sé enn á lífi. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelar drepið hátt undir 53 þúsund manns og hrakið rúmlega tvær milljónir á vergang. Milljónir búa við hryllilegar aðstæður í tjaldbúðum víða um Gasaströndina að mestu án öruggs aðgangs að mat eða læknisþjónustu vegna tálmana Ísraelshers. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir Edan loks á leið heim til fjölskyldu sinnar. Hann verður leystur úr haldi á þriðjudaginn, samkvæmt umfjöllun Reuters. Frelsi hans er skilyrðislaust að því er erlendir miðlar greina frá en Ísraelsmönnum verður gert að gera hlé á árásum og flygildaflugi að minnsta kosti á meðan verið er að flytja Edan til Ísraels. Í apríl birti Hamas myndband af Edan þar sem hann gagnrýndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og ísraelsku ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki greitt fyrir lausn hans. Netanjahú segir í yfirlýsingu að árásum verði ekki hætt þrátt fyrir lausn Edans. „Í samræmi við stefnu Ísraels verða viðræður haldnar á meðan árásum stendur, samkvæmt skuldbindingum okkar um að ná öllum markmiðum okkar með stríðinu,“ segir í yfirlýsingu Netanjahú. Fulltrúar Hamas og Bandaríkjanna hafa síðustu daga fundað í Katar og freista þess að koma á ögn langlífara vopnahléi en síðast. Sama dag og Edan Alexander á að verða sleppt hefst ferðalag Trump Bandaríkjaforseta til Miðausturlanda. Ekki stendur til að hann fari til Ísraels enn sem komið er. Hann fer á fund leiðtoga í Sádí-Arabíu, Furstadæmunum og Katar. Af 59 gíslum sem enn eru í haldi Hamas gerir bandaríska leyniþjónustan ráð fyrir að 21 sé enn á lífi. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelar drepið hátt undir 53 þúsund manns og hrakið rúmlega tvær milljónir á vergang. Milljónir búa við hryllilegar aðstæður í tjaldbúðum víða um Gasaströndina að mestu án öruggs aðgangs að mat eða læknisþjónustu vegna tálmana Ísraelshers.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira