Erlent

Sprengdu rúss­neskan hers­höfðingja í loft upp í Moskvu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sprengjunni var komið fyrir undir bíl hershöfðingjans. 
Sprengjunni var komið fyrir undir bíl hershöfðingjans.  Investigative Committee of Moscow via AP

Rússneskur hershöfðingi var ráðinn af dögum í morgun í Moskvu höfuðborg Rússlands.

Breska ríkisútvarpið segir að svo virðist sem sprengju hafi verið komi fyrir í bifreið sem hann var farþegi í. Hershöfðinginn, Fanil Sarvarov var yfirmaður deildar innan rússneska hersins sem hefur yfirumsjón með þjálfun rússneskra hermanna áður en þeir halda til víglínunnar.

Yfirvöld í Moskvu segja óljóst hver var að verki en að vissulega beinist grunur að úkraínsku leyniþjónustunni sem hefur á liðnum árum ráðið nokkra slíka hátt setta Rússa af dögum. Úkraínumenn hafa þó enn ekki tjáð sig um atvikið. 

Sprengingin er sögð hafa orðið á bílastæði fyrir utan fjölbýlishús í suðurhluta borgarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×