Veiðileyfi á dómara 16. febrúar 2005 00:01 Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Já, þetta er furðulegur heimur sem við lifum í. Ef ég væri leikmaður í DHL-deildinni í handbolta í dag gæti ég ákveðið í miðjum leik að sparka boltanum lengst upp í rjáfur, því næst veitt dómaranum léttan kinnhest fyrir að gefa mér réttilega rautt spjald og síðan lokið mér af með því að hrækja á hann. Ef ég fengi meira en þriggja vikna bann fyrir slíkan verknað myndi ég vilja áfrýja og vísa í það fordæmi sem aganefnd HSÍ bjó til í fyrradag með því að dæma Roland Val Eradze í átján daga leikbann fyrir samskonar tilburði í leik ÍBV og ÍR í síðustu viku. Reyndar er það hæpið því ekki er til áfrýjunardómstóll innan HSÍ nema að leikbannið sem um ræðir spanni yfir lengri tíma en eitt ár. Það þýðir að hefði Eradze fengið 364 daga leikbann hefði hann ekki átt annara kosta völ en að kyngja því með sínu jafnaðargeði. Þvílík endemis vitleysa segi ég og slíkir starfshættir væru nú efni í annan pistil. Þessi dómur aganefndar HSÍ er glórulaus og handboltahreyfingunni á Íslandi til háborinnar skammar. Hann er ekki hægt að túlka öðruvísi en að verið sé að gefa leikmönnum veiðileyfi á dómara, sem eiga að heita heilagir inni á velli í hvaða íþróttagrein sem er. Engu máli skiptir að Eradze hitti ekki Gísla Hlyn Jóhannsson, annan dómarann í umræddum leik, hvorki þegar hann gerir tilraun til að slá hann né hrækja á hann - ásetningurinn er klárlega til staðar og ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa til þess sem hefði mögulega gerst ef ekki hefði verið fyrir Svavar Vignisson til að leiða Eradze út úr húsi, slík var bræði hans. Eradze harmar hegðan sína og er fullur eftirsjár fyrir að hafa misst gjörsamlega stjórn á skapi sínu. Eradze baðst afsökunar á opinberum vettvangi og gerir það hann að meiri manni fyrir vikið. Það breytir því ekki að það er ekkert sem afsakar framkomu hans í þessum leik. Með dómnum á Eradze er vegið að dómarastéttinni sjálfri og maður spyr sjálfan sig: Hvað næst? Ég ætla að taka mér það bessaleyfi og skipta dómnum í tvennt, annars vegar fyrir tilraunina að slá Gísla og hinsvegar tilraunina til að hrækja á hann. Þessi brot myndi ég túlka sem jafn alvarleg og því væri um að ræða 10-11 daga leikbann fyrir hvora tilraunina fyrir sig. Það er hlægilegt svo ekki sé meira sagt og þá sérstaklega þegar horft er til þess að Patrekur Jóhannesson fékk hálfs árs leikbann í Þýskalandi á sínum tíma fyrir að hrækja í átt að dómara, sem er sennilega nærtækasta dæmið sem hægt er að hafa til hliðsjónar. Hversu langt leikbann hefði Patrekur fengið hefði hann virkilega hrækt á hann, svo ég tali nú ekki um ef hann hefði reynt að slá hann? Og hvað hefði Eradze fengið langt bann hefði hann hitt Gísla Hlyn? Því verður ekki neitað að HSÍ er að fást við atvik sem á sér vart hliðstæðu í íslenskum handknattleik og því ekki skrítið að aganefnd hafi klórað sér í hausnum yfir því hvernig taka ætti á málinu. Maður veltir því einnig fyrir sér hvort að dómurinn hefði hljóðað öðruvísi ef einhver annar en lykilmaður í íslenska landsliðinu ætti í hlut. Auðvitað munu allir hlutaðeigandi þverneita fyrir slíkar vangaveltur en það er kannski ekki furða að þær skjótist upp á pallborðið - svo lítið vit er í þessum blessaða dómi. Það er a.m.k. ljóst að ég mun ekki láta mér bregða ef einhver tekur upp á því að hrækja á dómara í handboltaleik á næstu misserum, ef leikmanninnum fyrir einhverjar sakir hugnast ekki dómgæsla hans. Ef búast má við tvegga vikna löngu leikbanni að hámarki gætu hugsanlega einhverjir litið á það sem þess virði að láta dómarann fá að kenna á því. Og alltaf munu leikmenn geta varið sig með því fordæmi sem aganefndin setti í fyrradag í máli Rolands Vals Eradze. Vignir Guðjónsson vignir@frettabladid.is
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun