Öll spjót standa á Sýrlandsstjórn 16. febrúar 2005 00:01 Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar. Það er til marks um hversu viðkvæmt ástandið er orðið í þessum heimshluta að um tíma í dag héldu allir að nýtt stríð væri hafið - nú í Íran. Fregnir bárust nefnilega af því að flugskeyti frá óþekktri flugvél hefði lent í suðurhluta Írans, skammt frá þeim stað þar sem Íranir eru að byggja kjarnorkuver. Heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum í um klukkustund eða þar til upplýstist að verið var að sprengja fyrir stíflu og flugskeyti kom þar ekki nærri. Það segir hins vegar mikla sögu að mönnum brá ekkert sérstaklega við þessar fregnir og töldu þetta eðlilega framvindu mála, enda er ljóst að Íran er efst á óvinalista Bandaríkjastjórnar um þessar mundir. Það upplýstist einnig í dag og þótti staðfesta þetta ófremdarástand að ómannaðar, bandarískar njósnaflaugar hafa í um árabil reglulega flogið yfir Íran til að safna upplýsingum um kjarnorkuáætlun landsins. En Íran er ekki eina landið á skotmarkalista Bandaríkjanna því morðárásin á Hariri í Líbanon hefur beint sjónum manna að öðru óvinaríki Bandaríkjanna: Sýrlandi. Bandaríkjastjórn telur víst að stjórnvöld í Sýrlandi hafi á einhvern hátt staðið að baki árásinni, beint eða óbeint, og hefur kallað sendiherra sinn heim. Í kjölfarið hafa Sameinuðu þjóðirnar ítrekað kröfur um að Sýrlendingar dragi hersveitir sínar, alls um fimmtán þúsund hermenn, út úr Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkajannna, sagði í dag að atburðurinn í Líbanon hafi vissulega verið ástæða þess að sendiherrann var kallaður heim. „Við erum ekki að ásaka neinn. Það þarf að rannsaka þetta og það er það sem skiptir máli,“ sagði Rice. Bush Bandaríkjaforseti og Rice hafa bæði ítrekað nefnt Sýrland sem eitt af harðstjórnarríkjum heims þar sem umbóta er þörf. Sýrland er einnig á lista Bandaríkjastjórnar sem eitt þeirra landa sem styður og fjármagnar hryðjuverkasamtök, Hamas, Hisbollah og Islamic Jihad. Það er tímanna tákn að forsvarsmenn Írans og Sýrlands, þessara tveggja helstu útlagaríkja heims - í augum Bandaríkjastjórnar í það minnsta - hittust á fundi í Tehran í dag þar sem þeir sammæltust um að standa saman gegn utanaðkomandi íhlutun. Naji Al-Otari, forsætisráðherra Sýrlands, sagði að þau úrlausnarefni sem Sýrlendingar og Íranar stæðu frammi fyrir krefðust þess að þjóðirnar stæðu saman gegn öllum þeim ógnunum sem að löndunum steðja. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Öll spjót standa nú á Sýrlandsstjórn í kjölfar morðárásarinnar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánudag enda leikur grunur á að hún hafi staðið á bak við árásina. Stjórnvöld í Sýrlandi og Íran bundust í dag samtökum um að standa saman andspænis hótunum Bandaríkjastjórnar. Það er til marks um hversu viðkvæmt ástandið er orðið í þessum heimshluta að um tíma í dag héldu allir að nýtt stríð væri hafið - nú í Íran. Fregnir bárust nefnilega af því að flugskeyti frá óþekktri flugvél hefði lent í suðurhluta Írans, skammt frá þeim stað þar sem Íranir eru að byggja kjarnorkuver. Heimsbyggðin hélt niðri í sér andanum í um klukkustund eða þar til upplýstist að verið var að sprengja fyrir stíflu og flugskeyti kom þar ekki nærri. Það segir hins vegar mikla sögu að mönnum brá ekkert sérstaklega við þessar fregnir og töldu þetta eðlilega framvindu mála, enda er ljóst að Íran er efst á óvinalista Bandaríkjastjórnar um þessar mundir. Það upplýstist einnig í dag og þótti staðfesta þetta ófremdarástand að ómannaðar, bandarískar njósnaflaugar hafa í um árabil reglulega flogið yfir Íran til að safna upplýsingum um kjarnorkuáætlun landsins. En Íran er ekki eina landið á skotmarkalista Bandaríkjanna því morðárásin á Hariri í Líbanon hefur beint sjónum manna að öðru óvinaríki Bandaríkjanna: Sýrlandi. Bandaríkjastjórn telur víst að stjórnvöld í Sýrlandi hafi á einhvern hátt staðið að baki árásinni, beint eða óbeint, og hefur kallað sendiherra sinn heim. Í kjölfarið hafa Sameinuðu þjóðirnar ítrekað kröfur um að Sýrlendingar dragi hersveitir sínar, alls um fimmtán þúsund hermenn, út úr Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkajannna, sagði í dag að atburðurinn í Líbanon hafi vissulega verið ástæða þess að sendiherrann var kallaður heim. „Við erum ekki að ásaka neinn. Það þarf að rannsaka þetta og það er það sem skiptir máli,“ sagði Rice. Bush Bandaríkjaforseti og Rice hafa bæði ítrekað nefnt Sýrland sem eitt af harðstjórnarríkjum heims þar sem umbóta er þörf. Sýrland er einnig á lista Bandaríkjastjórnar sem eitt þeirra landa sem styður og fjármagnar hryðjuverkasamtök, Hamas, Hisbollah og Islamic Jihad. Það er tímanna tákn að forsvarsmenn Írans og Sýrlands, þessara tveggja helstu útlagaríkja heims - í augum Bandaríkjastjórnar í það minnsta - hittust á fundi í Tehran í dag þar sem þeir sammæltust um að standa saman gegn utanaðkomandi íhlutun. Naji Al-Otari, forsætisráðherra Sýrlands, sagði að þau úrlausnarefni sem Sýrlendingar og Íranar stæðu frammi fyrir krefðust þess að þjóðirnar stæðu saman gegn öllum þeim ógnunum sem að löndunum steðja.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira