Löng bið eftir fáum úrræðum 21. febrúar 2005 00:01 Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira