Fjölskyldan heldur sér í formi 8. mars 2005 00:01 "Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft árið. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktarkort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér," segir Hildur sem var liðtæk í körfubolta á sínum yngri árum. "Ég fer líka mikið í göngutúra með krakkana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði," segir Hildur sem reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. "Ég og maðurinn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu þá viljum við eyða tímanum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt." Hildur og fjölskylda hennar spá líka aðeins í mataræðið á heimilinu. "Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góðan mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti." Heilsa Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft árið. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktarkort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síðan ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér," segir Hildur sem var liðtæk í körfubolta á sínum yngri árum. "Ég fer líka mikið í göngutúra með krakkana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði," segir Hildur sem reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldu sinni. "Ég og maðurinn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu þá viljum við eyða tímanum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt." Hildur og fjölskylda hennar spá líka aðeins í mataræðið á heimilinu. "Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góðan mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti."
Heilsa Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira