Er erfitt en á réttri leið 3. apríl 2005 00:01 Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni hefst fyrir alvöru í dag þegar stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar opna starfsstöð að Ármúla 40 klukkan þrjú. Sem kunnugt er hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðið sig fram gegn Össuri. Össur viðurkennir að á brattan sé að sækja en segist jafnframt vera á réttri leið. Kosning hefst um það bil þrjátíu dögum fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem settur er 20. maí. Atkvæði skulu berast fyrir klukkan sex þann 19. maí og verða úrslitin tilkynnt þann 21. maí. Inntur eftir því hvers vegna kosið hafi verið að kalla höfuðstöðvar kosningabaráttu hans starfsstöð en ekki kosningaskrifstofu segir Össur að það sé vegna þess að hann og stuðningsmenn hans verði þar fyrst og fremst til að vinna þá grunnvinnu sem þurfi í kosningastarfi. Þau hafi þau minna umleikis en margir sem reki kosningar þannig ekki verði standandi kaffi í starfsstöðinni alla daga heldur verði fyrst og fremst tekið á móti fólki sem vilji leggja þeim lið í starfinu. Verið sé að leggja áherslu á það að nú sé kosningabaráttan formlega hafin og það verði mikil vinna. Aðspurður hvort hann eigi von á harðri baráttu segist hann gera það. Hann voni að hún verði málefnaleg og drengileg, en hún hafi verið það að mestu leyti og hann telji að hún geti orðið öflug fyrir flokkinn. Á brattan er að sækja fyrir Össur samkvæmt skoðanakönnunum. Aðspurður hvernig hann ætli að vinna kosningarnar segir Össur að hann muni gera það með því að leggja í dag fram stefnu sína um það hvernig hann vilji að flokkurinn vinni á næstunni og í þeirri ríkisstjórn sem Samfylkingin vilji mynda eftir næstu kosningar. Sömuleiðis muni hann lýsa þeim nýmælum sem hann telji að taka verði upp í starfi flokksins en fyrst og síðast leggi hann sín verk í dóm sinna kjósenda, þ.e. flokksmanna í Samfylkingunni. Flokknum hafi gengið ágætlega og verið í 32-35 prósentum í skoðanakönnunum, fjármál hans séu í góðu lagi, búið sé að stofna félög um allt land og flokkkurinn hafi verið í forystu í mjög sterkri og öflugri stjórnarandstöðu. Þetta sé það svið sem hann leggi fyrir fólk. Hann voni að menn kunni að meta verk hans og hann sé reyndar sannfærður um það. Hann hafi fundið að á brattan sé að sækja en jafnframt að hann og stuðningsmenn hans séu á réttri leið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira