Deilt á stjórnina vegna Símasölu 4. apríl 2005 00:01 "Ákveðið hefur verið að selja hlut ríkisins í Símanum í einu og heilu lagi einum hóp kjölfestufjárfesta," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi í gær er hann kynnti skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á Símanum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði hvað valdi því flókna kerfi um eignarhald á þeim hópi sem má kaupa Símann. "Af hverju þurfa það að vera þrír aðilar að minnsta kosti sem kaupa Símann? Er svarið kannski það að með því sé verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar geti komist að kjötkötlunum?" Lúðvík Bergsveinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að í viðskiptalífinu væri þrálátur og sterkur orðrómur að búið sé að ákveða hverjir eigi að kaupa Símann. Halldór gerði að umtalsefni gagnrýni þeirra sem mótfallnir eru því að selja Símann með grunnnetinu: "Ríkisstjórnin hefu lagst gegn því að aðskilja grunnnetið frá Símanum á þeim forsendum að hvergi í Evrópu hafi grunnnet verið aðskilið við einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja og lagaumhverfið á Evrópska efnahagssvæðinu geri ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta í fjarskiptageiranum. Nú síðast hefur fallið um það úrskurður og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent sænskum stjórnvöldum rökstutt álit þess efnis að Svíar uppfylli ekki skuldbindingar sínar samkvæmt tilskipun sem fjallar einmitt um samkeppni á fjarskiptamarkaði," sagði Halldór. Össur sagði þetta ekki rétta túlkun hjá forsætisráðherra. "Hið rétta er að óheimilt er að veita ríkisfyrirtæki eða öðru fyrirtæki einkarétt á því að veita fjarskiptaþjónustu eða grunnnetsþjónustu," sagði Össur. Hann benti jafnframt á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi nýlega lagt fram skýrslu þar sem bent var á að ofurtök símafyrirtækja sem búið er að einkavæða stafi af því að þau hafa hin sterku tök sín á markaðinum gegnum grunnnetið. "Það er algert skilyrði hjá okkur í Samfylkingunni að Síminn verði ekki seldur nema grunnnetið verði skilið frá," sagði Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
"Ákveðið hefur verið að selja hlut ríkisins í Símanum í einu og heilu lagi einum hóp kjölfestufjárfesta," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi í gær er hann kynnti skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á Símanum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði hvað valdi því flókna kerfi um eignarhald á þeim hópi sem má kaupa Símann. "Af hverju þurfa það að vera þrír aðilar að minnsta kosti sem kaupa Símann? Er svarið kannski það að með því sé verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar geti komist að kjötkötlunum?" Lúðvík Bergsveinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að í viðskiptalífinu væri þrálátur og sterkur orðrómur að búið sé að ákveða hverjir eigi að kaupa Símann. Halldór gerði að umtalsefni gagnrýni þeirra sem mótfallnir eru því að selja Símann með grunnnetinu: "Ríkisstjórnin hefu lagst gegn því að aðskilja grunnnetið frá Símanum á þeim forsendum að hvergi í Evrópu hafi grunnnet verið aðskilið við einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja og lagaumhverfið á Evrópska efnahagssvæðinu geri ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta í fjarskiptageiranum. Nú síðast hefur fallið um það úrskurður og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent sænskum stjórnvöldum rökstutt álit þess efnis að Svíar uppfylli ekki skuldbindingar sínar samkvæmt tilskipun sem fjallar einmitt um samkeppni á fjarskiptamarkaði," sagði Halldór. Össur sagði þetta ekki rétta túlkun hjá forsætisráðherra. "Hið rétta er að óheimilt er að veita ríkisfyrirtæki eða öðru fyrirtæki einkarétt á því að veita fjarskiptaþjónustu eða grunnnetsþjónustu," sagði Össur. Hann benti jafnframt á að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi nýlega lagt fram skýrslu þar sem bent var á að ofurtök símafyrirtækja sem búið er að einkavæða stafi af því að þau hafa hin sterku tök sín á markaðinum gegnum grunnnetið. "Það er algert skilyrði hjá okkur í Samfylkingunni að Síminn verði ekki seldur nema grunnnetið verði skilið frá," sagði Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira