Sat á barnaskýrslu í tvö ár 6. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir skýringum forsætisráðherra á þeim drætti sem orðið hefði á opinberri stefnumótun í málefnum barna og unglinga í samræmi við ályktun sem Alþingi samþykkti fyrir fjórum árum. Samkvæmt henni átti að leggja framkvæmdaáætlun fyrir Alþingi árið 2002 og var nefnd sett í málið. Athygli vekur að nefndin skilað skýrslu sinni til Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í febrúar 2003. Í ráðuneytinu hafa menn því setið á skýrslunni í meira en tvö ár. Jóhanna upplýsti að skýrslu nefndarinnar hefði loks verið dreift til þingmanna í gær. Hún sagði að í skýrslunni kæmi fram að hér á landi væri að finna mikla brotalöm í málefnum barna, óskilvirkni kerfisins væri harðlega gagnrýnd og að alla heildarsýn og samhengi vantaði. Afar brýnt væri að skoða verkaskiptingu milli stofana og ráðuneyta og skilgreina hvar ábyrgðin lægi auk þess sem miklum agnúum væri lýst á bóta- og velferðarkerfinu varðandi hag barna. Jóhanna benti enn fremur á að í skýrslunni væri nefnt að sérstaklega væri þörf á úrbótum í málefnum fátækra barna, nýbúa, barna með geðraskanir og barna og ungmenna í vímuefnavanda. Í skýrslunni kæmi einnig fram að kynferðisleg misnotkun barna væri stórum útbreiddari en álitið hefði verið hingað til. Segir í skýrslunni að nærri fari að fimmta hvert barn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Forsætisráðherra kvaðst hafa ákveðið að fela sérstakri fjölskyldunefnd að fara yfir skýrsluna og hraða þeirri yfirferð en hlaut fyrir gagnrýni stjórnarandstæðinga fyrir að setja málið aftur í nefnd. Jóhanna krafðist þess að forsætisráðherra færi að vilja Alþingis og a hún áteldi það harðlega yrði það ekki gert. Það staðfesti fyrst og fremst að forsætisráðherra ræddi málefni fjölskyldu og barna bara á tyllidögum, í áramótaávörpum og rétt fyrir kosningar, en þegar til kastanna kæmi væru þetta bara orðin tóm í munni hans. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýndi hins vegar Jóhönnu fyrir að tala eins og ekkert væri að gerast í málefnum barna og ungmenna í landinu. Hann sagði að nýlega hefðu verið samþykktar tillögur á þingi um að stórhækka barnabætur sem yrði til þess að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þá hefði mikið starf verið unnið á undanförnum árum með því að efla menntun barna og ungmenna, styrkja skólana og efla forvarnastarf í landinu. Því botnaði hann ekkert í því hvaða augum Jóhanna liti á það mikla starf sem hefði átt sér stað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir skýringum forsætisráðherra á þeim drætti sem orðið hefði á opinberri stefnumótun í málefnum barna og unglinga í samræmi við ályktun sem Alþingi samþykkti fyrir fjórum árum. Samkvæmt henni átti að leggja framkvæmdaáætlun fyrir Alþingi árið 2002 og var nefnd sett í málið. Athygli vekur að nefndin skilað skýrslu sinni til Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í febrúar 2003. Í ráðuneytinu hafa menn því setið á skýrslunni í meira en tvö ár. Jóhanna upplýsti að skýrslu nefndarinnar hefði loks verið dreift til þingmanna í gær. Hún sagði að í skýrslunni kæmi fram að hér á landi væri að finna mikla brotalöm í málefnum barna, óskilvirkni kerfisins væri harðlega gagnrýnd og að alla heildarsýn og samhengi vantaði. Afar brýnt væri að skoða verkaskiptingu milli stofana og ráðuneyta og skilgreina hvar ábyrgðin lægi auk þess sem miklum agnúum væri lýst á bóta- og velferðarkerfinu varðandi hag barna. Jóhanna benti enn fremur á að í skýrslunni væri nefnt að sérstaklega væri þörf á úrbótum í málefnum fátækra barna, nýbúa, barna með geðraskanir og barna og ungmenna í vímuefnavanda. Í skýrslunni kæmi einnig fram að kynferðisleg misnotkun barna væri stórum útbreiddari en álitið hefði verið hingað til. Segir í skýrslunni að nærri fari að fimmta hvert barn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Forsætisráðherra kvaðst hafa ákveðið að fela sérstakri fjölskyldunefnd að fara yfir skýrsluna og hraða þeirri yfirferð en hlaut fyrir gagnrýni stjórnarandstæðinga fyrir að setja málið aftur í nefnd. Jóhanna krafðist þess að forsætisráðherra færi að vilja Alþingis og a hún áteldi það harðlega yrði það ekki gert. Það staðfesti fyrst og fremst að forsætisráðherra ræddi málefni fjölskyldu og barna bara á tyllidögum, í áramótaávörpum og rétt fyrir kosningar, en þegar til kastanna kæmi væru þetta bara orðin tóm í munni hans. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýndi hins vegar Jóhönnu fyrir að tala eins og ekkert væri að gerast í málefnum barna og ungmenna í landinu. Hann sagði að nýlega hefðu verið samþykktar tillögur á þingi um að stórhækka barnabætur sem yrði til þess að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þá hefði mikið starf verið unnið á undanförnum árum með því að efla menntun barna og ungmenna, styrkja skólana og efla forvarnastarf í landinu. Því botnaði hann ekkert í því hvaða augum Jóhanna liti á það mikla starf sem hefði átt sér stað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira