Sagði þingmenn bera inn gróusögur 12. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. Helgi Hjörvar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til að greina frá því að forseti Alþingis hefði meinað sér að leggja fram fyrirspurn um það hvort forsætiráðherra hygðist gera Alþingi grein fyrir hagsmunatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum sínum og Framsóknarflokksins við væntanlega bjóðendur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum. Helgi sagði að þegar forseti Alþingis hefði neitað honum um birta þessa spurningu hefði hann boðist til að umorða hana svo að sett yrði „ef hagsmunatengsl væru“ eða „sé þeim til að dreifa“ eða tryggja að spurningin væri ekki leiðandi. Forseti hafi aftur neitað og sagt að ekki væri um opinbert málefni að ræða heldur dylgjur. Forseti þingsins, Halldór Blöndal, sagði að samkvæmt þingsköpum hefði þingmanninum borið að bera það undir þingfundinn umræðulaust hvort fyrirspurnin skyldi leyfð. Hann gaf síðan forsætisráðherra orðið. Hann sagði að það væri orðin föst regla þegar upp kæmu óvægin innanflokksátök í Samfylkingunni reyndu flokksmenn þar að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum. Hann sagði Framsóknarflokkinn engin hagsmunatengsl hafa við fyrirtæki og að inn á Alþingi væri borin inn enn ein gróusagan frá Samfylkingunni. Hann tæki ekki þátt í því. Það gengi m.a. sú gróusaga í þjóðfélaginu að það væru sterk hagsmunatengsl á milli Samfylkingarinnar og Baugs. Hann tryði því ekki enda hefði engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi. Hann bað þingmenn Samfylkingarinnar að beina áhuga sínum að innanflokksátökunum en láta það vera að fylla Alþingi af gróusögum. Helgi Hjörvar hvatti forsætisráðherra til að hreinsa andrúmsloftið. Hann fór fram á það að meint tengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann yrðu að fullu gerð opinber og öllum aðgengileg í einkavæðingarferlinu þannig að almenningur á Íslandi gæti treyst því að þar réðu annarleg sjónarmið ekki ríkjum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. Helgi Hjörvar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til að greina frá því að forseti Alþingis hefði meinað sér að leggja fram fyrirspurn um það hvort forsætiráðherra hygðist gera Alþingi grein fyrir hagsmunatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum sínum og Framsóknarflokksins við væntanlega bjóðendur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum. Helgi sagði að þegar forseti Alþingis hefði neitað honum um birta þessa spurningu hefði hann boðist til að umorða hana svo að sett yrði „ef hagsmunatengsl væru“ eða „sé þeim til að dreifa“ eða tryggja að spurningin væri ekki leiðandi. Forseti hafi aftur neitað og sagt að ekki væri um opinbert málefni að ræða heldur dylgjur. Forseti þingsins, Halldór Blöndal, sagði að samkvæmt þingsköpum hefði þingmanninum borið að bera það undir þingfundinn umræðulaust hvort fyrirspurnin skyldi leyfð. Hann gaf síðan forsætisráðherra orðið. Hann sagði að það væri orðin föst regla þegar upp kæmu óvægin innanflokksátök í Samfylkingunni reyndu flokksmenn þar að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum. Hann sagði Framsóknarflokkinn engin hagsmunatengsl hafa við fyrirtæki og að inn á Alþingi væri borin inn enn ein gróusagan frá Samfylkingunni. Hann tæki ekki þátt í því. Það gengi m.a. sú gróusaga í þjóðfélaginu að það væru sterk hagsmunatengsl á milli Samfylkingarinnar og Baugs. Hann tryði því ekki enda hefði engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi. Hann bað þingmenn Samfylkingarinnar að beina áhuga sínum að innanflokksátökunum en láta það vera að fylla Alþingi af gróusögum. Helgi Hjörvar hvatti forsætisráðherra til að hreinsa andrúmsloftið. Hann fór fram á það að meint tengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann yrðu að fullu gerð opinber og öllum aðgengileg í einkavæðingarferlinu þannig að almenningur á Íslandi gæti treyst því að þar réðu annarleg sjónarmið ekki ríkjum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira