Samfylkingin: Félögum fjölgar ört 15. apríl 2005 00:01 Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira