Líst vel á verðhækkun á díselolíu 19. apríl 2005 00:01 Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því. Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar. Eins og Sigríður bendir á er díselolía umhverfisvænni en bensín. Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að nota tækifærið til að lækka olíuverðið og hvetja fólk til að nota díselolíu og kaupa díselbíla segir Sigríður að það sé mjög mikil hvatning í sjálfu sér fyrir fólk að kaupa sér díselbíla þegar það sé ljóst að nánast enginn munur sé á bensíni og olíu, en þungaskatturinn hafi verið aflagður. Víða í Evrópu er verð á dísellítra lægra en bensínlítrans þar sem notkun díselbíla hefur verið talin umhverfisvænni en bensínbíla. Sigríður segir að það kerfi sem tekið verði upp þann 1. júlí verði mun einfaldara en gamli þungaskatturinn. Hún segir að þetta nýja kerfi verði mjög til góðs og sé umhverfisvænt. Aðspurð hvort það verði hvatning fyrir fólk að aka díselbíl þegar dísellítrinn er orðinn dýrari en bensínlítrinn segist hún telja að svo verði. Þegar fólk skoði málið ofan í kjölinn og líti til lengri tíma felist tvímælalaust sparnaður í því að aka díselbíl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því. Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar. Eins og Sigríður bendir á er díselolía umhverfisvænni en bensín. Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að nota tækifærið til að lækka olíuverðið og hvetja fólk til að nota díselolíu og kaupa díselbíla segir Sigríður að það sé mjög mikil hvatning í sjálfu sér fyrir fólk að kaupa sér díselbíla þegar það sé ljóst að nánast enginn munur sé á bensíni og olíu, en þungaskatturinn hafi verið aflagður. Víða í Evrópu er verð á dísellítra lægra en bensínlítrans þar sem notkun díselbíla hefur verið talin umhverfisvænni en bensínbíla. Sigríður segir að það kerfi sem tekið verði upp þann 1. júlí verði mun einfaldara en gamli þungaskatturinn. Hún segir að þetta nýja kerfi verði mjög til góðs og sé umhverfisvænt. Aðspurð hvort það verði hvatning fyrir fólk að aka díselbíl þegar dísellítrinn er orðinn dýrari en bensínlítrinn segist hún telja að svo verði. Þegar fólk skoði málið ofan í kjölinn og líti til lengri tíma felist tvímælalaust sparnaður í því að aka díselbíl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira