Vildu vita um forgangsmál á þingi 19. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent