Til Amman í arabískunám 20. apríl 2005 00:01 "Við ætluðum í ferðalag um Austurlöndin en foreldrum okkar leist alls ekki vel á þá hugmynd. Því skráðum við okkur í nám í arabísku fyrir útlendinga í Amman í Jórdaníu. Þá verðum við í nokkuð öruggu háskólaumhverfi," segir Þorbjörg. "Þá fengum við að minnsta kosti gult ljós frá fólkinu okkar og ef ekki verður stríð þá sleppur þetta," bætir Anna við brosandi. Báðar vonast til að komast til Sýrlands og Líbanons og Anna nefnir reyndar líka Ísrael og Írak - en bara lágt. Þær eru báðar tvítugar og eru að lesa undir fyrstu vorprófin í lögfræði. En þar sem þær ætla út um miðjan september og verða fram í febrúar er ljóst að þær munu salta lögfræðina. "Við sleppum alveg næsta vetri," segja þær frekar feginsamlega. Arabískunámið segja þær kosta álíka mikið og eina önn í Háskóla Íslands, uppihaldið sé mun ódýrara í Amman en hér og ferðakostnaðurinn ekkert til að setja fyrir sig. En halda þær að hægt sé að komast inn í svona framandi mál á fjórum mánuðum? "Ja, eitthvað lærum við," segir Anna ákveðin. "Námið er byggt þannig upp að fyrst er talþjálfun og síðan verður okkur kennt að skrifa stafrófið og fleira." "Svo er boðið uppá ókeypis ferðir um helgar. Þessi deild háskólans virðist halda vel utan um nemendurna og auk þess að fá kennslu í tungumálinu eru þeir fræddir um mannlíf og menningu á svæðinu," upplýsir Þorbjörg sem í vetur hefur sótt námskeið í Kóraninum meðfram laganáminu. Stúlkurnar eru sammála um að Austurlöndin séu bæði framandi og forvitnileg. "Svæðið hefur verið mikið í fréttum og margir hafa sterkar skoðanir á því sem þar fer fram," segir Anna. "Já," segir Þorbjörg. "Það eru þær skoðanir sem gerir það áhugaverðara en önnur svæði. Okkur langar að kynnast því af eigin raun." Nám Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við ætluðum í ferðalag um Austurlöndin en foreldrum okkar leist alls ekki vel á þá hugmynd. Því skráðum við okkur í nám í arabísku fyrir útlendinga í Amman í Jórdaníu. Þá verðum við í nokkuð öruggu háskólaumhverfi," segir Þorbjörg. "Þá fengum við að minnsta kosti gult ljós frá fólkinu okkar og ef ekki verður stríð þá sleppur þetta," bætir Anna við brosandi. Báðar vonast til að komast til Sýrlands og Líbanons og Anna nefnir reyndar líka Ísrael og Írak - en bara lágt. Þær eru báðar tvítugar og eru að lesa undir fyrstu vorprófin í lögfræði. En þar sem þær ætla út um miðjan september og verða fram í febrúar er ljóst að þær munu salta lögfræðina. "Við sleppum alveg næsta vetri," segja þær frekar feginsamlega. Arabískunámið segja þær kosta álíka mikið og eina önn í Háskóla Íslands, uppihaldið sé mun ódýrara í Amman en hér og ferðakostnaðurinn ekkert til að setja fyrir sig. En halda þær að hægt sé að komast inn í svona framandi mál á fjórum mánuðum? "Ja, eitthvað lærum við," segir Anna ákveðin. "Námið er byggt þannig upp að fyrst er talþjálfun og síðan verður okkur kennt að skrifa stafrófið og fleira." "Svo er boðið uppá ókeypis ferðir um helgar. Þessi deild háskólans virðist halda vel utan um nemendurna og auk þess að fá kennslu í tungumálinu eru þeir fræddir um mannlíf og menningu á svæðinu," upplýsir Þorbjörg sem í vetur hefur sótt námskeið í Kóraninum meðfram laganáminu. Stúlkurnar eru sammála um að Austurlöndin séu bæði framandi og forvitnileg. "Svæðið hefur verið mikið í fréttum og margir hafa sterkar skoðanir á því sem þar fer fram," segir Anna. "Já," segir Þorbjörg. "Það eru þær skoðanir sem gerir það áhugaverðara en önnur svæði. Okkur langar að kynnast því af eigin raun."
Nám Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira