Aukin framlög tryggi rekstur skóla 21. apríl 2005 00:01 Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira