Ávarpaði ráðstefnu um glæpi 23. apríl 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu vék ráðherrann að fjórum þáttum í ræðu sinni sem setja svip sinn á yfirlýsinguna sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að einstök ríki yrðu, innan alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna, án þess að ganga um of gegn friðhelgi einstaklingsins. Allar aðgerðir og lagabreytingar, sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi, yrðu að taka mið af mannréttindareglum og flóttamannasamningum. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til samstarfs við þær opinberar stofnanir, lögreglu og aðra, sem gæta almannaöryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra misnotkun á nýrri tölvu- og fjarskiptatækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðrum. Lögregla yrði að hafa nauðsynlegar heimildir til að sinna verkefnum sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úrræði í réttarkerfinu og sagði ráðherrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hringinn og byggist á bandarískri hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Um þrjú þúsund manns sækja ráðstefnuna í Bangkok, þ.á m. ráðherrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og málþingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fangelsi og réttarvörslustofnanir í Taílandi. Björn Bjarnason var á fimmtudag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpaði í dag elleftu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar sem haldin er í Bangkok, höfuðborg Taílands, 18. til 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu vék ráðherrann að fjórum þáttum í ræðu sinni sem setja svip sinn á yfirlýsinguna sem gefin verður út í lok ráðstefnunnar. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að einstök ríki yrðu, innan alþjóðareglna og eigin laga, að finna hinn gullna meðalveg til þess að tryggja öryggi borgaranna, án þess að ganga um of gegn friðhelgi einstaklingsins. Allar aðgerðir og lagabreytingar, sem gerðar væru til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi, yrðu að taka mið af mannréttindareglum og flóttamannasamningum. Í öðru lagi nauðsyn þess að virkja hinn almenna borgara til samstarfs við þær opinberar stofnanir, lögreglu og aðra, sem gæta almannaöryggis. Í þriðja lagi yrði að hindra misnotkun á nýrri tölvu- og fjarskiptatækni í þágu glæpastarfsemi. Við nýtingu þessarar tækni gætu menn í senn stundað lögmæta og ólögmæta iðju og það væri brýnt að sporna við afbrotum á þessu sviði eins og öðrum. Lögregla yrði að hafa nauðsynlegar heimildir til að sinna verkefnum sínum, án þess að tækniframfarir veittu brotamönnum nýtt eða aukið skjól. Í fjórða lagi bæri að nýta ný úrræði í réttarkerfinu og sagði ráðherrann frá reynslu Íslendinga af verkefninu sem kennt er við Hringinn og byggist á bandarískri hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (restorative justice). Hin góða reynsla af þessu verkefni hefði leitt til þess að ný skref til sáttaumleitana milli brotamanns og brotaþola væru í undirbúningi. Um þrjú þúsund manns sækja ráðstefnuna í Bangkok, þ.á m. ráðherrar frá fjölmörgum löndum. Auk þess að taka þátt í fundum og málþingum hefur ráðstefnugestum verið gefinn kostur á að heimsækja fangelsi og réttarvörslustofnanir í Taílandi. Björn Bjarnason var á fimmtudag gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Louis Win Naing Chit, forstjóri Sea Viking, kynnti starfsemi fyrirtækisins og bauð ráðherranum að skoða fiskvinnslu þess fyrir utan Bangkok en hún er rekin í samvinnu við Tep Kinsho Foods.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira