Straumur kaupir meira 24. apríl 2005 00:01 Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármálafyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum; annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbúnir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfestingarfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórsson munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslandsbanki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önnur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meirihluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna. Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármálafyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum; annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbúnir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfestingarfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórsson munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslandsbanki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önnur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meirihluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira