Kosið aftur innan sex vikna 24. apríl 2005 00:01 Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira