Gaman að flytja hesta 25. apríl 2005 00:01 Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi er hestakona af lífi og sál og hefur áratuga þjónustu í útflutningi hesta. Kristbjörg og eiginmaður hennar, Gunnar Arnarson voru meðal frumkvöðla að því að senda hross út með flugvélum, ýmist í gámum með annarri frakt eða einstökum vélum. "Til Norðurlandanna fara yfirleitt um 80 hross í hverri sendingu og þá er ekkert annað flutt í þeirri vél," segir Kristbjörg og nefnir Billund í Danmörku og Norköping í Svíþjóð sem helstu flughafnir. Hún segir flogið með hesta í reglulegu fraktflugi til Lúxemburgar, möguleiki sé að opnast á slíkum flutningum til Liege í Belgíu en til New York þurfi að safna í sendingar, að lágmarki átta hrossum. En hvernig skyldi hestunum líða þegar langferðin nálgast? "Þeir eru bara rólegir," segir Kristbjörg. "Þetta eru hópdýr og íslenski hesturinn er taugasterkur." Hún segir hrossin ýmist tamin eða ótamin þegar þau fari úr landi og telur að sum mættu vera ögn veraldarvanari. "Það væri óneitanlega til bóta, bæði fyrir hrossin sjálf og þá sem meðhöndla þau, ef þau væru mannvön og taumvön," segir hestakonan og nefnir að hrossin þurfi að undirgangast dýralæknaskoðanir báðum megin hafs. Ýmiss konar vafstur er í kringum útflutninginn. Það þarf að safna upplýsingum, pappírum og gögnum, sækja hrossin vítt og breitt um landið og koma þeim fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu til frekari skoðunar. Gefinn er út hestapassi sem dýralæknar fylla út og fullt af öðrum pappírum þarf að fylgja hrossinu úr landi. Ekki segir Kristbjörg hrossin fá að éta á leiðinni enda sé þeim gefið vel áður en þau leggi upp. Hún telur þau yfirleitt þola flutninginn vel enda séu þau oft komin undir hnakk úti eftir stuttan tíma. "Þetta eru stólpagripir sem eru sjálfum sér og landinu til sóma," segir hún og klappar klárunum blíðlega. Atvinna Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kristbjörg Eyvindsdóttir í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi er hestakona af lífi og sál og hefur áratuga þjónustu í útflutningi hesta. Kristbjörg og eiginmaður hennar, Gunnar Arnarson voru meðal frumkvöðla að því að senda hross út með flugvélum, ýmist í gámum með annarri frakt eða einstökum vélum. "Til Norðurlandanna fara yfirleitt um 80 hross í hverri sendingu og þá er ekkert annað flutt í þeirri vél," segir Kristbjörg og nefnir Billund í Danmörku og Norköping í Svíþjóð sem helstu flughafnir. Hún segir flogið með hesta í reglulegu fraktflugi til Lúxemburgar, möguleiki sé að opnast á slíkum flutningum til Liege í Belgíu en til New York þurfi að safna í sendingar, að lágmarki átta hrossum. En hvernig skyldi hestunum líða þegar langferðin nálgast? "Þeir eru bara rólegir," segir Kristbjörg. "Þetta eru hópdýr og íslenski hesturinn er taugasterkur." Hún segir hrossin ýmist tamin eða ótamin þegar þau fari úr landi og telur að sum mættu vera ögn veraldarvanari. "Það væri óneitanlega til bóta, bæði fyrir hrossin sjálf og þá sem meðhöndla þau, ef þau væru mannvön og taumvön," segir hestakonan og nefnir að hrossin þurfi að undirgangast dýralæknaskoðanir báðum megin hafs. Ýmiss konar vafstur er í kringum útflutninginn. Það þarf að safna upplýsingum, pappírum og gögnum, sækja hrossin vítt og breitt um landið og koma þeim fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu til frekari skoðunar. Gefinn er út hestapassi sem dýralæknar fylla út og fullt af öðrum pappírum þarf að fylgja hrossinu úr landi. Ekki segir Kristbjörg hrossin fá að éta á leiðinni enda sé þeim gefið vel áður en þau leggi upp. Hún telur þau yfirleitt þola flutninginn vel enda séu þau oft komin undir hnakk úti eftir stuttan tíma. "Þetta eru stólpagripir sem eru sjálfum sér og landinu til sóma," segir hún og klappar klárunum blíðlega.
Atvinna Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning