Boðar viðræður um varnarsamstarf 25. apríl 2005 00:01 Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Nýjar viðræður um framhald tvíhliða varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands munu hefjast innan skamms. Þetta segir Heather Conley, sem er einn aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og er stödd hér á landi vegna ráðstefnu bandarískra sendiherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Conley átti í gær samráðsfundi með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hitti hún þó ekki fyrr en í kvöldverðarboði sem hann hélt bandarísku sendiherrunum í gærkvöld. "Við deilum sannarlega þeirri ósk með íslenskum stjórnvöldum að farið verði í þessar viðræður eins fljótt og unnt er. Það er mjög mikilvægt fyrir báðar ríkisstjórnir að þetta mál verði leyst sem allra fyrst," sagði Conley er Fréttablaðið innti hana eftir stöðu viðræðnanna um varnarsamstarfið. Hún sagði utanríkisráðherraskiptin í kjölfar forsetakosninganna vestra í vetur hafa valdið töfum á því að viðræðurnar við Íslendinga hæfust á ný. Í fyrri lotum þessara viðræðna kom í ljós að utanríkisráðuneytið í Washington hafði aðrar áherslur í því sambandi en varnarmálaráðuneytið. Conley fullyrðir að þegar næst verður sest til samninga við Íslendinga verði stefna Bandaríkjastjórnar óskipt og heilsteypt. Komið hefur fram að í boðaðri allsherjaruppstokkun herstöðvakerfis Bandaríkjahers verði herstöðvum í Vestur-Evrópu fækkað til muna og fjöldi bandarískra hermanna í þeim skorinn niður um allt að 60 prósent frá því sem nú er. Spurð hvort þessi uppstokkun muni með beinum hætti snerta starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík svarar Conley að það komi í ljós, en tekur skýrt fram að í því ferli verði tekið tillit til tvíhliða samningsskuldbindinga Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum; að því leytinu gildi annað um herstöðina hér en aðrar herstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu. Spurð um mál Bobbys Fischers ítrekaði Conley að bandarísk stjórnvöld hörmuðu að Íslendingar skyldu hafa hindrað framgang bandarískrar réttvísi með því að veita honum ríkisborgararétt hérlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira