Ávarpaði jarðhitaráðstefnu 25. apríl 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna. Ráðherra minntist í upphafi á að Íslendingar hefðu verið stofnfélagar í Alþjóða jarðhitasambandinu og ávallt verið afar virkir í starfi þess enda væri jarðhitanotkun á Íslandi sú mesta í heimi, eða 54 prósent af orkunotkun þjóðarinnar. Nýting jarðhitans hefði á síðustu áratugum orðið samofin daglegu lífi og velferð þjóðarinnar auk þess að hafa sparað þjóðinni árlega marga milljarða króna miðað við sambærilega olíunotkun fyrri ára. Ráðherra greindi frá fyrirhuguðum rannsóknum við djúpborun rannsóknarholu sem getur skipt sköpum varðandi mögulega nýtingu jarðhitasvæða víða um heim. Þá fjallaði ráðherra um skyldur þjóða heims varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en aukin jarðhitanotkun er af mörgum talin einn álitlegasti kostur aukinnar orkunýtingar, ekki síst í þróunarríkjum. Íslensk stjórnvöld hefðu í 26 ár rekið jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og væru þau afar stolt af því starfi er þar fer fram. Alls hefðu 318 nemendur stundað nám í skólanum frá upphafi en 80 þeirra sitja ráðstefnuna í Tyrklandi og eiga þeir hlut í 144 erindum af þeim 706 er þar verða flutt. Ráðherra greindi frá að fyrirhugað væri að tvöfalda alþjóðlega þróunaraðstoð Íslands á næstu árum og mun sú aðstoð einkum beinast að sjálfbærri nýtingu auðlinda og þar myndi aukinn stuðningur við jarðhitanotkun vega þungt. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styðja í auknum mæli við jarðhitanýtingu í þróunarríkjunum og hafa þegar verið undirbúin námskeið í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á vegum jarðhitaskólans á árunum 2006-2008 þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir og nýtingu jarðhita í þessum ríkjum og rekstur jarðhitaorkuvera. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flutti í dag ávarp við opnun alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunnar sem að þessu sinni er haldin í Antalya í Tyrklandi, að því er segir í tilkynningu frá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu. Um 1300 þátttakendur sitja ráðstefnuna. Ráðherra minntist í upphafi á að Íslendingar hefðu verið stofnfélagar í Alþjóða jarðhitasambandinu og ávallt verið afar virkir í starfi þess enda væri jarðhitanotkun á Íslandi sú mesta í heimi, eða 54 prósent af orkunotkun þjóðarinnar. Nýting jarðhitans hefði á síðustu áratugum orðið samofin daglegu lífi og velferð þjóðarinnar auk þess að hafa sparað þjóðinni árlega marga milljarða króna miðað við sambærilega olíunotkun fyrri ára. Ráðherra greindi frá fyrirhuguðum rannsóknum við djúpborun rannsóknarholu sem getur skipt sköpum varðandi mögulega nýtingu jarðhitasvæða víða um heim. Þá fjallaði ráðherra um skyldur þjóða heims varðandi losun gróðurhúsalofttegunda en aukin jarðhitanotkun er af mörgum talin einn álitlegasti kostur aukinnar orkunýtingar, ekki síst í þróunarríkjum. Íslensk stjórnvöld hefðu í 26 ár rekið jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og væru þau afar stolt af því starfi er þar fer fram. Alls hefðu 318 nemendur stundað nám í skólanum frá upphafi en 80 þeirra sitja ráðstefnuna í Tyrklandi og eiga þeir hlut í 144 erindum af þeim 706 er þar verða flutt. Ráðherra greindi frá að fyrirhugað væri að tvöfalda alþjóðlega þróunaraðstoð Íslands á næstu árum og mun sú aðstoð einkum beinast að sjálfbærri nýtingu auðlinda og þar myndi aukinn stuðningur við jarðhitanotkun vega þungt. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að styðja í auknum mæli við jarðhitanýtingu í þróunarríkjunum og hafa þegar verið undirbúin námskeið í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku á vegum jarðhitaskólans á árunum 2006-2008 þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir og nýtingu jarðhita í þessum ríkjum og rekstur jarðhitaorkuvera.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira