Fischer ofar í huga en varnarmál 25. apríl 2005 00:01 Bobby Fischer virðist varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mun ofar í huga en varnarmálaviðræður. Hún segir eðlilegt að bandarískum diplómötum misbjóði yfirlýsingar Fischers. Framtíð varnarsamstarfsins skýrist svo vonandi sem fyrst. Ekkert hefur verið að frétta af varnarmálaviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um hríð og þegar Heather Conley, varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, er spurð fregna, er svarið diplómatískt. Hún segist búast við að afstaða Íslendinga og Bandaríkjamanna verði gagnkvæm þegar upp verði staðið og segir að mikilvægi tengsla þjóðanna krefjist þess að viðræðurnar verði afar ítarlegar og taki til allra hliða málsins að teknu tilliti til aðstöðu beggja málsaðila. Conley segist ekki geta gert sér í hugarlund fyrir fram hver niðurstaðan verði að öðru leyti en því hve mikilvægt samningaferlið sé og hver brýnt sé að hafist verði handa sem fyrst. En það eru fleiri mál en varnarmálin sem hafa verið á dagskrá í samskiptum Íslendinga og Bandaríkjamanna undanfarið, til dæmis Bobby Fischer. Þegar rætt er við bandaríska erindreka virðist mikill tilfinningahiti fylgja umræðunni um gyðingahatur. Aðspurð hvort það hafi áhrif á suma þeirra segir Conley að vonandi hafi það áhrif á alla. Það sé algjörlega óviðunandi og óviðeigandi en það hafi ekki verið þess vegna sem Bandaríkin hafi beðið um að Fischer yrði sendur aftur til Bandaríkjanna heldur vegna lagalegrar meðferðar. Gyðingahatur sé engu að síður óheppilegt og hún voni að allir tali gegn því sem hann segi opinberlega. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Bobby Fischer virðist varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mun ofar í huga en varnarmálaviðræður. Hún segir eðlilegt að bandarískum diplómötum misbjóði yfirlýsingar Fischers. Framtíð varnarsamstarfsins skýrist svo vonandi sem fyrst. Ekkert hefur verið að frétta af varnarmálaviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um hríð og þegar Heather Conley, varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, er spurð fregna, er svarið diplómatískt. Hún segist búast við að afstaða Íslendinga og Bandaríkjamanna verði gagnkvæm þegar upp verði staðið og segir að mikilvægi tengsla þjóðanna krefjist þess að viðræðurnar verði afar ítarlegar og taki til allra hliða málsins að teknu tilliti til aðstöðu beggja málsaðila. Conley segist ekki geta gert sér í hugarlund fyrir fram hver niðurstaðan verði að öðru leyti en því hve mikilvægt samningaferlið sé og hver brýnt sé að hafist verði handa sem fyrst. En það eru fleiri mál en varnarmálin sem hafa verið á dagskrá í samskiptum Íslendinga og Bandaríkjamanna undanfarið, til dæmis Bobby Fischer. Þegar rætt er við bandaríska erindreka virðist mikill tilfinningahiti fylgja umræðunni um gyðingahatur. Aðspurð hvort það hafi áhrif á suma þeirra segir Conley að vonandi hafi það áhrif á alla. Það sé algjörlega óviðunandi og óviðeigandi en það hafi ekki verið þess vegna sem Bandaríkin hafi beðið um að Fischer yrði sendur aftur til Bandaríkjanna heldur vegna lagalegrar meðferðar. Gyðingahatur sé engu að síður óheppilegt og hún voni að allir tali gegn því sem hann segi opinberlega.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira