Eftirlaunafrumvarp í bígerð 25. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið kannar nú lagalegar afleiðingar þess ef lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna yrði breytt. Þingflokkur Framsóknarflokksins ræddi málið á þingflokksfundi í gær. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að í forsætisráðuneytinu sé vinna í gangi við frumvarp til breytinga á lögunum líkt og boðað hafi verið. Hjálmar segir að fyrirhugaðar breytingar á lögunum varði ekki þau ákvæði sem breyttust við samþykkt eftirlaunafrumvarpsins svokallaða fyrir tveimur árum, heldur eldri ákvæði sem í ljós kom þá að voru til staðar. Spurður hvort ekki þurfi samþykki beggja flokka til að leggja fram stjórnarfrumvarp um breytingar á lögunum sagði Hjálmar að varast beri að oftúlka ummæli Davíðs Oddssonar um málið. "Ég held að hann hafi verið að skírskota til eftirlaunafrumvarpsins sjálfs sem samþykkt var fyrir tveimur árum en hitt var eldra ákvæði sem þingið hafði ekki áttað sig á fyrr en þarna," sagði Hjálmar og áréttaði að það væri nú til skoðunar. Frá því að Fréttablaðið sagði frá því í frétt í janúar að sjö fyrrverandi ráðherrar þæðu sautján milljónir í eftirlaun auk þess að vera á launum hjá ríkinu hafa orðið miklar umræður um málið. Þverpólitísk sátt varð um það í kjölfarið - ef sjálfstæðismenn eru undanskildir - að breyta þessu ákvæði í lögunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins óttast sjálfstæðismenn afleiðingar lagabreytinga og vilja því sem minnst hrófla við lögunum. Þeir benda á að samkvæmt eignarréttaákvæði stjórnarskrárinnar megi ekki taka rétt af mönnum sem þeir hafi þegar áunnið sér samkvæmt lögum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi málið ekki á fundi sínum í gær að sögn þingflokksformannsins, Einars K. Guðfinssonar. "Eftirlaunalögin voru samþykkt fyrir tveimur árum og því engin ástæða til að ræða þau á þingflokksfundi nú," sagði Einar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Forsætisráðuneytið kannar nú lagalegar afleiðingar þess ef lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna yrði breytt. Þingflokkur Framsóknarflokksins ræddi málið á þingflokksfundi í gær. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að í forsætisráðuneytinu sé vinna í gangi við frumvarp til breytinga á lögunum líkt og boðað hafi verið. Hjálmar segir að fyrirhugaðar breytingar á lögunum varði ekki þau ákvæði sem breyttust við samþykkt eftirlaunafrumvarpsins svokallaða fyrir tveimur árum, heldur eldri ákvæði sem í ljós kom þá að voru til staðar. Spurður hvort ekki þurfi samþykki beggja flokka til að leggja fram stjórnarfrumvarp um breytingar á lögunum sagði Hjálmar að varast beri að oftúlka ummæli Davíðs Oddssonar um málið. "Ég held að hann hafi verið að skírskota til eftirlaunafrumvarpsins sjálfs sem samþykkt var fyrir tveimur árum en hitt var eldra ákvæði sem þingið hafði ekki áttað sig á fyrr en þarna," sagði Hjálmar og áréttaði að það væri nú til skoðunar. Frá því að Fréttablaðið sagði frá því í frétt í janúar að sjö fyrrverandi ráðherrar þæðu sautján milljónir í eftirlaun auk þess að vera á launum hjá ríkinu hafa orðið miklar umræður um málið. Þverpólitísk sátt varð um það í kjölfarið - ef sjálfstæðismenn eru undanskildir - að breyta þessu ákvæði í lögunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins óttast sjálfstæðismenn afleiðingar lagabreytinga og vilja því sem minnst hrófla við lögunum. Þeir benda á að samkvæmt eignarréttaákvæði stjórnarskrárinnar megi ekki taka rétt af mönnum sem þeir hafi þegar áunnið sér samkvæmt lögum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi málið ekki á fundi sínum í gær að sögn þingflokksformannsins, Einars K. Guðfinssonar. "Eftirlaunalögin voru samþykkt fyrir tveimur árum og því engin ástæða til að ræða þau á þingflokksfundi nú," sagði Einar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira