Nýr öryrki sjöttu hverja stund 26. apríl 2005 00:01 Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra kynnti skýrsluna Fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingar sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók saman. Samkvæmt henni hefur öryrkjum fjölgað úr 8.700 árið 1992 í 13.800 árið 2004 og hefur hlutfallslega fjölgað mest í hópi yngri öryrkja. Þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir og veldur hún mönnum áhyggjum þar sem hún á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Fjölgun öryrkja er meðal annars rakin til hertra krafna um arðsemi á vinnumarkaði þar sem þeir sem orðið hafa atvinnulausir til lengri tíma hafa að lokum orðið öryrkjar. Einnig er þróunin rakin til breytinga sem gerðar voru á örorkumatsstaðli árið 1999. Tryggvi Þór Herbertsson segir að breytingin hafi verið á þann veg að fólk sé nú einungis metið út frá læknisfræðilegum forsendum en ekki út frá afkomumöguleikum eða starfsþreki þannig að það virðist vera orðið mun erfiðara fyrir Tryggingastofnun eða tryggingalækna að hafna fólki um örorkumat. Þá sé munur á atvinnuleysisbótum og örorkulífeyri orðinn það mikill að það sé fjárhagslegur hvati fyrir þann sem glímir við langtímaatvinnuleysi að sækja um örorkulífeyri. Erfitt sé að hafa hemil á þessu vegna læknisfræðilega matsins. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórn skýrsluna og hefur verið ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum fjármála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis fari yfir stöðuna og skili tillögum fyrir 15. júní næstkomandi um hugsanlegar aðgerðir. Heilbrigðisráðherra telur brýnast að skoða fjölgun ungra öryrkja. Hann segir það stóhættulegt fyrir ungt fólk sem eigi við tímabunda erfiðleika að etja að festast í þessu kerfi. Aðspurður hhvor það sé ekki augljóst samkvæmt upplýsingunum í skýrslunni að örorkumatið standist ekki segir Jón ljóst að það sé auðveldara en áður að komast á örorkubætur án þess að hann vilji leggja mat á það hvort það hafi verið of erfitt áður, en þetta þurfi að fara yfir. Öryrkjabandalag Íslands segir að skýrsla heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja sé athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. Hún staðfesti það sem bandalagið hafi haldið fram, að tengsl séu á milli atvinnustigs og örorku og því komi niðurstöður hennar ekki á óvart. Öryrkjabandalagið efast hins vegar um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja, þar sem ekki sé byggt á skattagögnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra kynnti skýrsluna Fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingar sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók saman. Samkvæmt henni hefur öryrkjum fjölgað úr 8.700 árið 1992 í 13.800 árið 2004 og hefur hlutfallslega fjölgað mest í hópi yngri öryrkja. Þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir og veldur hún mönnum áhyggjum þar sem hún á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Fjölgun öryrkja er meðal annars rakin til hertra krafna um arðsemi á vinnumarkaði þar sem þeir sem orðið hafa atvinnulausir til lengri tíma hafa að lokum orðið öryrkjar. Einnig er þróunin rakin til breytinga sem gerðar voru á örorkumatsstaðli árið 1999. Tryggvi Þór Herbertsson segir að breytingin hafi verið á þann veg að fólk sé nú einungis metið út frá læknisfræðilegum forsendum en ekki út frá afkomumöguleikum eða starfsþreki þannig að það virðist vera orðið mun erfiðara fyrir Tryggingastofnun eða tryggingalækna að hafna fólki um örorkumat. Þá sé munur á atvinnuleysisbótum og örorkulífeyri orðinn það mikill að það sé fjárhagslegur hvati fyrir þann sem glímir við langtímaatvinnuleysi að sækja um örorkulífeyri. Erfitt sé að hafa hemil á þessu vegna læknisfræðilega matsins. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórn skýrsluna og hefur verið ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum fjármála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis fari yfir stöðuna og skili tillögum fyrir 15. júní næstkomandi um hugsanlegar aðgerðir. Heilbrigðisráðherra telur brýnast að skoða fjölgun ungra öryrkja. Hann segir það stóhættulegt fyrir ungt fólk sem eigi við tímabunda erfiðleika að etja að festast í þessu kerfi. Aðspurður hhvor það sé ekki augljóst samkvæmt upplýsingunum í skýrslunni að örorkumatið standist ekki segir Jón ljóst að það sé auðveldara en áður að komast á örorkubætur án þess að hann vilji leggja mat á það hvort það hafi verið of erfitt áður, en þetta þurfi að fara yfir. Öryrkjabandalag Íslands segir að skýrsla heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja sé athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. Hún staðfesti það sem bandalagið hafi haldið fram, að tengsl séu á milli atvinnustigs og örorku og því komi niðurstöður hennar ekki á óvart. Öryrkjabandalagið efast hins vegar um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja, þar sem ekki sé byggt á skattagögnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira