Má takmarka eftirlaun 26. apríl 2005 00:01 Heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir hæstaréttarlögmenn unnu að beiðni Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Þrátt fyrir að eftirlaunaréttindi njóti verndar samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar telja lögmennirnir að heimilt sé að takmarka réttindin að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Gera verði greinarmun á takmörkun eða niðurfellingu réttinda að hluta annars vegar og niðurfellingu réttinda í heild sinni hins vegar. Eftirlaunaréttindi verða þó aðeins takmörkuð eða skert með skýlausri lagaheimild og verður hún að vera reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá segir að tilgangur eða markmið eftirlaunagreiðslna sé að tryggja rétthöfum framfærslu þegar þeir hafa látið af störfum. Rétthafi sem gegnir öðru starfi þarf ekki að njóta greiðslna úr ríkissjóði sér til framfærslu. Lögmennirnir telja þó að ekki ætti að hrófla við eftirlaunaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Það sé þó ekki ótvírætt óheimilt. Halldór og Davíð Oddsson utanríkisráðherra funduðu um málið eftir ríkisstjórnarfund í gær og í kjölfarið sendi Halldór forsætisnefnd Alþingis lögfræðiálitið. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn höfðu haft deildar meiningar um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Halldór sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið yrði ekki afgreitt á næstu dögum því hvort er eð yrði ekki hreyft við virkum réttindum. Davíð Oddsson sagði í samtali við Fréttablaðið að hann ætti eftir að kynna sér lögfræðiálitið. Þegar Davíð var spurður í gærkvöldi um ummæli Halldórs í fréttum Stöðvar tvö fyrr um kvöldið, að hann útilokaði ekki að málið yrði skoðað betur, svaraði utanríkisráðherra: "Þú þarft ekkert að segja mér hvaða skoðun Halldór hefur, ég umgengst hann ekkert minna en þú." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er samhljómur innan þingflokks Framsóknarflokksins um að búa eigi svo um í lögum að ráðamenn geti ekki verið á tvöföldum launum. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram í upphafi haustþings. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir hæstaréttarlögmenn unnu að beiðni Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Þrátt fyrir að eftirlaunaréttindi njóti verndar samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar telja lögmennirnir að heimilt sé að takmarka réttindin að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Gera verði greinarmun á takmörkun eða niðurfellingu réttinda að hluta annars vegar og niðurfellingu réttinda í heild sinni hins vegar. Eftirlaunaréttindi verða þó aðeins takmörkuð eða skert með skýlausri lagaheimild og verður hún að vera reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá segir að tilgangur eða markmið eftirlaunagreiðslna sé að tryggja rétthöfum framfærslu þegar þeir hafa látið af störfum. Rétthafi sem gegnir öðru starfi þarf ekki að njóta greiðslna úr ríkissjóði sér til framfærslu. Lögmennirnir telja þó að ekki ætti að hrófla við eftirlaunaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Það sé þó ekki ótvírætt óheimilt. Halldór og Davíð Oddsson utanríkisráðherra funduðu um málið eftir ríkisstjórnarfund í gær og í kjölfarið sendi Halldór forsætisnefnd Alþingis lögfræðiálitið. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn höfðu haft deildar meiningar um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Halldór sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið yrði ekki afgreitt á næstu dögum því hvort er eð yrði ekki hreyft við virkum réttindum. Davíð Oddsson sagði í samtali við Fréttablaðið að hann ætti eftir að kynna sér lögfræðiálitið. Þegar Davíð var spurður í gærkvöldi um ummæli Halldórs í fréttum Stöðvar tvö fyrr um kvöldið, að hann útilokaði ekki að málið yrði skoðað betur, svaraði utanríkisráðherra: "Þú þarft ekkert að segja mér hvaða skoðun Halldór hefur, ég umgengst hann ekkert minna en þú." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er samhljómur innan þingflokks Framsóknarflokksins um að búa eigi svo um í lögum að ráðamenn geti ekki verið á tvöföldum launum. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram í upphafi haustþings.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira