Spennandi námskeið í sumarbúðum 27. apríl 2005 00:01 Sumarbúðirnar Ævintýraland á Hvanneyri bjóða upp á heilmörg spennandi námskeið fyrir börnin og ætti engum að leiðast. Birgitta Haukdal mætir á svæðið. "Á fyrsta degi kynnum við námskeiðin mjög vel fyrir börnunum en þau eru á námskeiðum í tvær stundir á hverjum degi," segir Svanhildur Sif Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri sumarbúðanna Ævintýralands á Hvanneyri. Hún segir fjölbreytt námskeið í boði í sumarbúðunum; svo sem í kvikmyndagerð, leiklist, myndlist, tónlist, dansi, íþróttum, hestamennsku, ævintýraferðum, skyndihjálp og grímugerð. "Vissulega þykir börnunum oft erfitt að velja og stundum elta þau bara vinina. Fjölbreytnin er svo mikil að engum ætti að leiðast hjá okkur." Um verslunarmannahelgina verða í boði sérstök námskeið fyrir börn á aldrinum 12 til 14 ára. "Við höldum inni flestum námskeiðunum og bætum við umhirðu húðar, förðun, þolfimi og tískusýningu og fleira. Auk þess erum við með karókíkeppni þar sem alvaran er mun meiri en hjá þeim yngri," segir Svanhildur og bætir við að auk þess sé alltaf einhver landsfrægur aðili með forvarnarspjall við börnin, en í ár mun Birgitta Haukdal mæta á svæðið. Hugmyndafræði sumarbúðanna byggir á skilyrðislausri virðingu fyrir börnum. "Hver hópur heldur jafnan hádegisfund með sínum umsjónarmanni. Þessir fundir eru hugsaðir til að efla samstöðu og samhug og sjá hvort öllum líði ekki vel hjá okkur. Valdir eru leikir til að efla sjálfstraustið og börnin læra bæði að hrósa öðrum og sjálfum sér. Við reynum að sá góðum fræjum hvar og hvenær sem við getum," segir Svanhildur. Upplýsingar um sumarbúðirnar er að finna á vefsíðunni sumarbudir.is. Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sumarbúðirnar Ævintýraland á Hvanneyri bjóða upp á heilmörg spennandi námskeið fyrir börnin og ætti engum að leiðast. Birgitta Haukdal mætir á svæðið. "Á fyrsta degi kynnum við námskeiðin mjög vel fyrir börnunum en þau eru á námskeiðum í tvær stundir á hverjum degi," segir Svanhildur Sif Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri sumarbúðanna Ævintýralands á Hvanneyri. Hún segir fjölbreytt námskeið í boði í sumarbúðunum; svo sem í kvikmyndagerð, leiklist, myndlist, tónlist, dansi, íþróttum, hestamennsku, ævintýraferðum, skyndihjálp og grímugerð. "Vissulega þykir börnunum oft erfitt að velja og stundum elta þau bara vinina. Fjölbreytnin er svo mikil að engum ætti að leiðast hjá okkur." Um verslunarmannahelgina verða í boði sérstök námskeið fyrir börn á aldrinum 12 til 14 ára. "Við höldum inni flestum námskeiðunum og bætum við umhirðu húðar, förðun, þolfimi og tískusýningu og fleira. Auk þess erum við með karókíkeppni þar sem alvaran er mun meiri en hjá þeim yngri," segir Svanhildur og bætir við að auk þess sé alltaf einhver landsfrægur aðili með forvarnarspjall við börnin, en í ár mun Birgitta Haukdal mæta á svæðið. Hugmyndafræði sumarbúðanna byggir á skilyrðislausri virðingu fyrir börnum. "Hver hópur heldur jafnan hádegisfund með sínum umsjónarmanni. Þessir fundir eru hugsaðir til að efla samstöðu og samhug og sjá hvort öllum líði ekki vel hjá okkur. Valdir eru leikir til að efla sjálfstraustið og börnin læra bæði að hrósa öðrum og sjálfum sér. Við reynum að sá góðum fræjum hvar og hvenær sem við getum," segir Svanhildur. Upplýsingar um sumarbúðirnar er að finna á vefsíðunni sumarbudir.is.
Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira