Norðmönnum hótað málshöfðun 29. apríl 2005 00:01 Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu. Í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag skýrði Davíð Oddsson frá því að undirbúningur málssóknar fyrir Alþjóðadómstólnum væri langt kominn. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að undirbúa málsókn vegna ítrekaðra brota norskra stjórnvalda á Svalbarðasamningnum. Davíð sagði að um þverbak hefði keyrt í fyrra þegar norsk stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmarkað með ólögmætum hætti síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í því skyni að styrkja eigin stöðu og veikja stöðu hinna aðilanna að síldarsamningunum. „Slíkt misbeiting norskra stjórnvalda á meintum fullveldisréttindum sínum á Svalbarðasvæðinu er óásættanleg. Svo virðist að málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu, “ sagði Davíð. Davíð gaf það sterklega í skyn að hætt yrði við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en í utanríkisráðuneytinu liggur fyrir áætlun um að verja 600 milljónum króna til kosningabaráttunnar. Davíð sagði að áleitnar spurningar hefðu komið upp í huga hans varðandi kostnað við framboðið og setu Íslands í ráðinu á árunum 2009 og 2010. Ljóst væri að á brattan væri að sækja gegn keppninautum um sæti, en auk Íslands væru Austurríki og Tyrkland að keppa um þau tvö sæti sem tilheyrðu Vesturlandahópnum svonefnda. Davíð sagði að gera yrði ráð fyrir að þegar liði á kosningabaráttuna ykist harkan í henni enn frekar og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæðum öllum hefði framboð Íslands verið til skoðunar, en þeirri skoðun lyki á næstu vikum. „Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti,“ sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu. Í umræðum um utanríkismál á Alþingi í dag skýrði Davíð Oddsson frá því að undirbúningur málssóknar fyrir Alþjóðadómstólnum væri langt kominn. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að undirbúa málsókn vegna ítrekaðra brota norskra stjórnvalda á Svalbarðasamningnum. Davíð sagði að um þverbak hefði keyrt í fyrra þegar norsk stjórnvöld hefðu komið í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmarkað með ólögmætum hætti síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í því skyni að styrkja eigin stöðu og veikja stöðu hinna aðilanna að síldarsamningunum. „Slíkt misbeiting norskra stjórnvalda á meintum fullveldisréttindum sínum á Svalbarðasvæðinu er óásættanleg. Svo virðist að málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu, “ sagði Davíð. Davíð gaf það sterklega í skyn að hætt yrði við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en í utanríkisráðuneytinu liggur fyrir áætlun um að verja 600 milljónum króna til kosningabaráttunnar. Davíð sagði að áleitnar spurningar hefðu komið upp í huga hans varðandi kostnað við framboðið og setu Íslands í ráðinu á árunum 2009 og 2010. Ljóst væri að á brattan væri að sækja gegn keppninautum um sæti, en auk Íslands væru Austurríki og Tyrkland að keppa um þau tvö sæti sem tilheyrðu Vesturlandahópnum svonefnda. Davíð sagði að gera yrði ráð fyrir að þegar liði á kosningabaráttuna ykist harkan í henni enn frekar og þar með kostnaðurinn. Af þessum ástæðum öllum hefði framboð Íslands verið til skoðunar, en þeirri skoðun lyki á næstu vikum. „Ef halda á framboðinu áfram má ekki bíða mikið lengur með að hefja kosningabaráttuna af fullum krafti,“ sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira