Vilja einn rétt og ekkert svindl 1. maí 2005 00:01 Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum. Um allt land fara fram hátíðahöld í tilefni dagsins en í Reykjavík stendur fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í borginni, BSRB, BHM, Kennarasambandið og Iðnnemasambandið fyrir dagskrá. Í yfirlýsingu frá þeim segir að stéttarfélög hafi sjaldan haft mikilvægara hlutverki að gegna en í dag og að verkefni þeirra hafi sjaldan verið umfangsmeiri. Þar er vísað til hnattvæðingarinnar, aukinnar markaðsvæðingar og stórfellds styrks fjármagnseigenda þar sem valdið hlaðist sífellt á færri hendur og teygi sig út fyrir mörk og íhlutunarrétt þjóðríkja. Undanfarin misseri hafi verið mikil brögð að því að atvinnurekendur notist við ólölegt erlent vinnuafl. Því sé brýnt að lög um útlendinga og réttindi þeirra verði samræmd um leið og sett verði lög um starfsmannaleigur. Þar verði kveðið á um að starfsfólk sem vinni hér taki laun eftir íslenskum kjarasamningum og njóti þeirra réttinda sem hér ríkja. Þá segir að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafi sótt að kjörum, réttindum og aðbúnaði verkafólks við Kárahnjúka. Áhrifin þaðan hafi síðan breiðst út og fyrsta bylgjan þegar skollið á höfuðborgarsvæðinu í lægra kakupi og kjörum í byggingariðnaði og víðar. Frammi fyrir þessu standi ráðvilltir stjórnmálamenn og vekburða embættismannakerfi. Baráttan við Impregilo sýni gildi öflugra stéttarfélaga og þar megi ekki láta deigan síga. Í Reykjavík verður safnast saman á Skólavörðuholti klukkan eitt og gengið undir lúðrablæstri tveggja lúðrasveita að Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar verður tónlist í boði og fyrsti varaformaður Eflingar, formaður BSRB og formaður Iðnnemasambandsins flytja ávörp. Þá ætla femínistar að vera áberandi í göngunni með sinn bleika lit. Iðnnemar, Bandalag íslenskra námsmanna og Samband íslenskra námsmanna erlendis verða með hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem aðgangur er ókeypis og ýmislegt til skemmtunar. Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, verða með hópkeyrslu frá Kaffivagninum á Granda klukkan 14.20. Og er þá aðeins fátt nefnt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Einn réttur - ekkert svindl er yfirskrift 1. maí í Reykjavík. Þar er vísað til ólöglegs innflutts vinnuafls og réttinda sem tryggð eiga vera í samningum. Um allt land fara fram hátíðahöld í tilefni dagsins en í Reykjavík stendur fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í borginni, BSRB, BHM, Kennarasambandið og Iðnnemasambandið fyrir dagskrá. Í yfirlýsingu frá þeim segir að stéttarfélög hafi sjaldan haft mikilvægara hlutverki að gegna en í dag og að verkefni þeirra hafi sjaldan verið umfangsmeiri. Þar er vísað til hnattvæðingarinnar, aukinnar markaðsvæðingar og stórfellds styrks fjármagnseigenda þar sem valdið hlaðist sífellt á færri hendur og teygi sig út fyrir mörk og íhlutunarrétt þjóðríkja. Undanfarin misseri hafi verið mikil brögð að því að atvinnurekendur notist við ólölegt erlent vinnuafl. Því sé brýnt að lög um útlendinga og réttindi þeirra verði samræmd um leið og sett verði lög um starfsmannaleigur. Þar verði kveðið á um að starfsfólk sem vinni hér taki laun eftir íslenskum kjarasamningum og njóti þeirra réttinda sem hér ríkja. Þá segir að ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hafi sótt að kjörum, réttindum og aðbúnaði verkafólks við Kárahnjúka. Áhrifin þaðan hafi síðan breiðst út og fyrsta bylgjan þegar skollið á höfuðborgarsvæðinu í lægra kakupi og kjörum í byggingariðnaði og víðar. Frammi fyrir þessu standi ráðvilltir stjórnmálamenn og vekburða embættismannakerfi. Baráttan við Impregilo sýni gildi öflugra stéttarfélaga og þar megi ekki láta deigan síga. Í Reykjavík verður safnast saman á Skólavörðuholti klukkan eitt og gengið undir lúðrablæstri tveggja lúðrasveita að Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan 14:10. Þar verður tónlist í boði og fyrsti varaformaður Eflingar, formaður BSRB og formaður Iðnnemasambandsins flytja ávörp. Þá ætla femínistar að vera áberandi í göngunni með sinn bleika lit. Iðnnemar, Bandalag íslenskra námsmanna og Samband íslenskra námsmanna erlendis verða með hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem aðgangur er ókeypis og ýmislegt til skemmtunar. Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, verða með hópkeyrslu frá Kaffivagninum á Granda klukkan 14.20. Og er þá aðeins fátt nefnt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira