Að rækta andann og upplifa vorið 4. maí 2005 00:01 "Eitt af þeim tækjum sem við höfum til að skilja betur líðan okkar er alltaf með okkur. Það er öndunin," segir Guðrún Arnalds sem stendur fyrir námskeiðinu í Lótus Jógasetrinu í Borgartúni 20. Það hefst á föstudagskvöldið kl. 19 og stendur til sunnudagskvölds. En hvað er líföndun? Guðrún svarar því. "Líföndun er leið til að losa um spennu og finna hvað er að gerast innra með okkur. Nú er vorið komið en sumir eru dálítið seinni að vakna af vetrardvalanum en blómin og trén. Það getur verið vegna uppsafnaðra tilfinninga sem við náðum ekki að vinna úr eða streitu eftir langvarandi álag. Þá er mjög gott að kunna leiðir til að tengjast sjálfum sér og þegar við öndum meðvitað þá erum við meðvitaðri um líðan okkar og hugsanir." Guðrún segir Kundalini jóga byggt á aldagamalli þekkingu og vera mjög markvisst tæki sem hjálpi okkur að vakna til meðvitundar um æðri vitund. "Veraldleg velgengni er ekki allt og veitir okkur ekki fullnægju nema við kunnum að njóta lífsins, sættast við það eins og það er og gefa okkur tíma til að rækta andann," segir hún að lokum. Nám Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Eitt af þeim tækjum sem við höfum til að skilja betur líðan okkar er alltaf með okkur. Það er öndunin," segir Guðrún Arnalds sem stendur fyrir námskeiðinu í Lótus Jógasetrinu í Borgartúni 20. Það hefst á föstudagskvöldið kl. 19 og stendur til sunnudagskvölds. En hvað er líföndun? Guðrún svarar því. "Líföndun er leið til að losa um spennu og finna hvað er að gerast innra með okkur. Nú er vorið komið en sumir eru dálítið seinni að vakna af vetrardvalanum en blómin og trén. Það getur verið vegna uppsafnaðra tilfinninga sem við náðum ekki að vinna úr eða streitu eftir langvarandi álag. Þá er mjög gott að kunna leiðir til að tengjast sjálfum sér og þegar við öndum meðvitað þá erum við meðvitaðri um líðan okkar og hugsanir." Guðrún segir Kundalini jóga byggt á aldagamalli þekkingu og vera mjög markvisst tæki sem hjálpi okkur að vakna til meðvitundar um æðri vitund. "Veraldleg velgengni er ekki allt og veitir okkur ekki fullnægju nema við kunnum að njóta lífsins, sættast við það eins og það er og gefa okkur tíma til að rækta andann," segir hún að lokum.
Nám Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira