Ekkert upplýst um starfið 4. maí 2005 00:01 Snarpar umræður urðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi í gær og krafðist stjórnarandstaðan þess að fá frumvarp um framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tekið á dagskrá þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, kvað sér hljóðs og sagði að forsætisráðherra hefði bréflega hafnað kröfu um að verða til svara um málið og vísað því til dómsmála- og utanríkisráðherra. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði málið ítrekað hafa verið rætt að undanförnu, meðal annars í tengslum við skýrslu um utanríkismál í síðustu viku. Hann ítrekaði að utanríkisráðuneytið mundi ekki verja minni fjárhæðum til mannréttindamála en áður. "Það má vel vera að Mannréttindaskrifstofan hafi unnið að þörfum mannréttindamálum en það er svo skrítið að í öllum þessum umræðum hefur ekki verið upplýst með hvaða hætti Mannréttindaskrifstofan hefur bætt mannréttindi hér á landi. Ég vona að hún hafi gert það á undanförnum árum," sagði Davíð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði leitt til þess að vita að utanríkisráðherra hefði ekki orðið var við vaxandi mannréttindastarf í landinu. Hann hefði til dæmis getað kynnst því í gagnrýninni og vitundarvakningunni um borgaraleg réttindi þegar Falun Gong-málið fór sem hæst og gagnrýndar voru lögregluaðgerðir hans hérlendis og erlendis. Hann hefði getað kynnst því þegar umræðan um tjáningarfrelsið stöðvaði fjölmiðlafrumvapið á síðasta ári. Þá hefði hann getað kynnst því í hæstaréttardómum um mannréttindabrot á öryrkjum þar sem ríkisstjórn hans sjálfs hefði aftur og aftur verið gerð afturreka með ákvarðanir sínar. "Nú hefur utanríkisráðherra bitið höfuðið af skömminni með því að lýsa því hér yfir að hann hafi svipt Mannréttindaskrifstofuna fjármunum sínum án þess að hafa kynnt sér starfsemina... Auðvitað afhjúpar þetta pólítískar refsiaðgerðir gegn Mannréttindaskrifstofunni sem hefur leyft sér að vera verið óþægur ljár í þúfu ráðamanna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Snarpar umræður urðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi í gær og krafðist stjórnarandstaðan þess að fá frumvarp um framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tekið á dagskrá þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, kvað sér hljóðs og sagði að forsætisráðherra hefði bréflega hafnað kröfu um að verða til svara um málið og vísað því til dómsmála- og utanríkisráðherra. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði málið ítrekað hafa verið rætt að undanförnu, meðal annars í tengslum við skýrslu um utanríkismál í síðustu viku. Hann ítrekaði að utanríkisráðuneytið mundi ekki verja minni fjárhæðum til mannréttindamála en áður. "Það má vel vera að Mannréttindaskrifstofan hafi unnið að þörfum mannréttindamálum en það er svo skrítið að í öllum þessum umræðum hefur ekki verið upplýst með hvaða hætti Mannréttindaskrifstofan hefur bætt mannréttindi hér á landi. Ég vona að hún hafi gert það á undanförnum árum," sagði Davíð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði leitt til þess að vita að utanríkisráðherra hefði ekki orðið var við vaxandi mannréttindastarf í landinu. Hann hefði til dæmis getað kynnst því í gagnrýninni og vitundarvakningunni um borgaraleg réttindi þegar Falun Gong-málið fór sem hæst og gagnrýndar voru lögregluaðgerðir hans hérlendis og erlendis. Hann hefði getað kynnst því þegar umræðan um tjáningarfrelsið stöðvaði fjölmiðlafrumvapið á síðasta ári. Þá hefði hann getað kynnst því í hæstaréttardómum um mannréttindabrot á öryrkjum þar sem ríkisstjórn hans sjálfs hefði aftur og aftur verið gerð afturreka með ákvarðanir sínar. "Nú hefur utanríkisráðherra bitið höfuðið af skömminni með því að lýsa því hér yfir að hann hafi svipt Mannréttindaskrifstofuna fjármunum sínum án þess að hafa kynnt sér starfsemina... Auðvitað afhjúpar þetta pólítískar refsiaðgerðir gegn Mannréttindaskrifstofunni sem hefur leyft sér að vera verið óþægur ljár í þúfu ráðamanna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira