Ekkert upplýst um starfið 4. maí 2005 00:01 Snarpar umræður urðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi í gær og krafðist stjórnarandstaðan þess að fá frumvarp um framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tekið á dagskrá þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, kvað sér hljóðs og sagði að forsætisráðherra hefði bréflega hafnað kröfu um að verða til svara um málið og vísað því til dómsmála- og utanríkisráðherra. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði málið ítrekað hafa verið rætt að undanförnu, meðal annars í tengslum við skýrslu um utanríkismál í síðustu viku. Hann ítrekaði að utanríkisráðuneytið mundi ekki verja minni fjárhæðum til mannréttindamála en áður. "Það má vel vera að Mannréttindaskrifstofan hafi unnið að þörfum mannréttindamálum en það er svo skrítið að í öllum þessum umræðum hefur ekki verið upplýst með hvaða hætti Mannréttindaskrifstofan hefur bætt mannréttindi hér á landi. Ég vona að hún hafi gert það á undanförnum árum," sagði Davíð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði leitt til þess að vita að utanríkisráðherra hefði ekki orðið var við vaxandi mannréttindastarf í landinu. Hann hefði til dæmis getað kynnst því í gagnrýninni og vitundarvakningunni um borgaraleg réttindi þegar Falun Gong-málið fór sem hæst og gagnrýndar voru lögregluaðgerðir hans hérlendis og erlendis. Hann hefði getað kynnst því þegar umræðan um tjáningarfrelsið stöðvaði fjölmiðlafrumvapið á síðasta ári. Þá hefði hann getað kynnst því í hæstaréttardómum um mannréttindabrot á öryrkjum þar sem ríkisstjórn hans sjálfs hefði aftur og aftur verið gerð afturreka með ákvarðanir sínar. "Nú hefur utanríkisráðherra bitið höfuðið af skömminni með því að lýsa því hér yfir að hann hafi svipt Mannréttindaskrifstofuna fjármunum sínum án þess að hafa kynnt sér starfsemina... Auðvitað afhjúpar þetta pólítískar refsiaðgerðir gegn Mannréttindaskrifstofunni sem hefur leyft sér að vera verið óþægur ljár í þúfu ráðamanna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Snarpar umræður urðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi í gær og krafðist stjórnarandstaðan þess að fá frumvarp um framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tekið á dagskrá þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, kvað sér hljóðs og sagði að forsætisráðherra hefði bréflega hafnað kröfu um að verða til svara um málið og vísað því til dómsmála- og utanríkisráðherra. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði málið ítrekað hafa verið rætt að undanförnu, meðal annars í tengslum við skýrslu um utanríkismál í síðustu viku. Hann ítrekaði að utanríkisráðuneytið mundi ekki verja minni fjárhæðum til mannréttindamála en áður. "Það má vel vera að Mannréttindaskrifstofan hafi unnið að þörfum mannréttindamálum en það er svo skrítið að í öllum þessum umræðum hefur ekki verið upplýst með hvaða hætti Mannréttindaskrifstofan hefur bætt mannréttindi hér á landi. Ég vona að hún hafi gert það á undanförnum árum," sagði Davíð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði leitt til þess að vita að utanríkisráðherra hefði ekki orðið var við vaxandi mannréttindastarf í landinu. Hann hefði til dæmis getað kynnst því í gagnrýninni og vitundarvakningunni um borgaraleg réttindi þegar Falun Gong-málið fór sem hæst og gagnrýndar voru lögregluaðgerðir hans hérlendis og erlendis. Hann hefði getað kynnst því þegar umræðan um tjáningarfrelsið stöðvaði fjölmiðlafrumvapið á síðasta ári. Þá hefði hann getað kynnst því í hæstaréttardómum um mannréttindabrot á öryrkjum þar sem ríkisstjórn hans sjálfs hefði aftur og aftur verið gerð afturreka með ákvarðanir sínar. "Nú hefur utanríkisráðherra bitið höfuðið af skömminni með því að lýsa því hér yfir að hann hafi svipt Mannréttindaskrifstofuna fjármunum sínum án þess að hafa kynnt sér starfsemina... Auðvitað afhjúpar þetta pólítískar refsiaðgerðir gegn Mannréttindaskrifstofunni sem hefur leyft sér að vera verið óþægur ljár í þúfu ráðamanna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira