Ný Vestfjarðagöng 5. maí 2005 00:01 Í fyrirspurnatíma á Alþingi taldi Kristinn að ríkisstjórnin hefði skotið gerð ganga í gegn um Almannaskarð austan Hornafjarðar fram fyrir gerð nýrra ganga á Vestfjörðum. Áætlanir gerðu hins vegar ráð fyrir að ráðast í göngin eystra fyrst eftir 30 ár. Framkvæmdaröðin væri því ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar um að ráðast í gerð ganga á Vestfjörðum í kjölfar Fáskrúðsfjarðarganga og Héðinsfjarðarganga. Kristinn krafðist þess að ríkisstjórnin tæki um það pólítíska ákvörðun að ráðast í gerð nýrra Vestfjarðaganga og gæfi út yfirlýsingu þar um. Slíkt væri nauðsynlegt í ljósi þess hvernig ríkisstjórnin hefði unnið að þessum málum á undanförnum árum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti áhyggjum vegna ummæla Kristins og átaldi hann fyrir að reyna sífellt að sundra samstöðunni með félögunum í stjórnarmeirihlutanum. Sturla sagði að frumskýrsla um jarðfræði og legu ganga mili Dýrafjarðar og Arnarfjarðar væri tilbúin.Frekari rannsóknir hæfust þegar ákvarðanir um tímasetingar lægju fyrir. Kristinn H. Gunnarsson segir að lega ganganna sé þegar ákveðin. "Munni ganganna Dýrafjarðarmegin verður í botni Kjaransstaðadals, skammt innan við Dýrafjarðarbrú. Hæð gangamunna yfir sjávarmáli verður um 70 metrar beggja vegna ganganna en sjálf göngin 5,1 kílómetri að lengd. Syðri gangamunninn verður innst í Hjallkárseyrarhlíð andspænis Mjólkárvirkjun, en hún er í Borgarfirði, innfirði Arnarfjarðar." Göngin stytta þjóðbrautina milli fjarðanna um 25 kílómetra og leysa af hólmi veginn um Hrafneyrarheiði en ekki er ótítt að hann lokist mánuðum saman ár hvert sökum snjóþyngsla. Kostnaður við gerð ganganna, gangamunna og lagningar vega að þeim er um þrír milljarðar króna að sögn Kristins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Í fyrirspurnatíma á Alþingi taldi Kristinn að ríkisstjórnin hefði skotið gerð ganga í gegn um Almannaskarð austan Hornafjarðar fram fyrir gerð nýrra ganga á Vestfjörðum. Áætlanir gerðu hins vegar ráð fyrir að ráðast í göngin eystra fyrst eftir 30 ár. Framkvæmdaröðin væri því ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar um að ráðast í gerð ganga á Vestfjörðum í kjölfar Fáskrúðsfjarðarganga og Héðinsfjarðarganga. Kristinn krafðist þess að ríkisstjórnin tæki um það pólítíska ákvörðun að ráðast í gerð nýrra Vestfjarðaganga og gæfi út yfirlýsingu þar um. Slíkt væri nauðsynlegt í ljósi þess hvernig ríkisstjórnin hefði unnið að þessum málum á undanförnum árum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti áhyggjum vegna ummæla Kristins og átaldi hann fyrir að reyna sífellt að sundra samstöðunni með félögunum í stjórnarmeirihlutanum. Sturla sagði að frumskýrsla um jarðfræði og legu ganga mili Dýrafjarðar og Arnarfjarðar væri tilbúin.Frekari rannsóknir hæfust þegar ákvarðanir um tímasetingar lægju fyrir. Kristinn H. Gunnarsson segir að lega ganganna sé þegar ákveðin. "Munni ganganna Dýrafjarðarmegin verður í botni Kjaransstaðadals, skammt innan við Dýrafjarðarbrú. Hæð gangamunna yfir sjávarmáli verður um 70 metrar beggja vegna ganganna en sjálf göngin 5,1 kílómetri að lengd. Syðri gangamunninn verður innst í Hjallkárseyrarhlíð andspænis Mjólkárvirkjun, en hún er í Borgarfirði, innfirði Arnarfjarðar." Göngin stytta þjóðbrautina milli fjarðanna um 25 kílómetra og leysa af hólmi veginn um Hrafneyrarheiði en ekki er ótítt að hann lokist mánuðum saman ár hvert sökum snjóþyngsla. Kostnaður við gerð ganganna, gangamunna og lagningar vega að þeim er um þrír milljarðar króna að sögn Kristins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira