Óráðsía og blekkingar fyrir austan 6. maí 2005 00:01 "Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart," segir Magni Kristjánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlutinn í bæjarstjórn sat hjá við afgreiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Auk Magna sat hjá Hallfríður Bjarnadóttir einnig frá Sjálfstæðisflokknum og Ásmundur Páll Hjaltason frá Biðlistanum. Segir Magni að ársreikningurinn líti bærilega út enn eitt árið en ástæða þess sé einfaldlega sú að framkvæmdir sitji á hakanum og frestað sé mánuðum saman að ráða í lausar stöður innan bæjarfélagsins. "Það segir sig sjálft að spara má mikla fjármuni með því að skjóta slíku á frest og það hefur meirihlutinn gert ítrekað. Hér má segja að fjölmargar framkvæmdir sem staðið hafa fyrir dyrum og beðið er eftir sé slegið á frest sem veldur því að verktakar og húsbyggjendur geta ekki hafist handa á réttum tíma. Það er mikið kvartað út af því sem er afar bagalegt hjá sveitarfélagi sem vitað hefur verið í langan tíma að með stóriðju yrði fyrirsjáanlegur mikill uppgangur. Ýmis verk sem skipuleggja mátti með góðum fyrirvara sitja föst vegna skipulagsleysis bæjarstjórnar." Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, segir eðlilegt að áætlanir taki breytingum og það gildi einnig um Fjarðabyggð. "Framkvæmdaáætlanir eru eðlilega endurskoðaðar með jöfnu millibili með tilliti til fjárhagsáætlana. Þess utan getur forgangsröðun verkefna tekið ófyrirséðum breytingum og oft á tíðum ætla menn sér meira en minna í sínum áætlunum. Þetta á við um flestöll sveitarfélög og er ekkert sem á að koma bæjarfulltrúum á óvart og því botna ég ekki í bókunum á borð við þá sem minnihlutinn lét frá sér fara. Slík bókun gefur það í skyn að bæjarfulltrúar hafi eitthvað með það að gera hvernig ársreikningur er gerður. Slíkur reikningur er gerður af löggiltum endurskoðendum eftir reikningsskilavenjum og leggja þar starfsheiður sinn að veði. Slík bókun dæmir sig sjálf." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
"Þeim er að einhverju leyti vorkunn vegna þeirrar þenslu sem hér hefur verið en það átti ekki að koma þeim á óvart," segir Magni Kristjánsson, sem sæti á í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur minnihlutinn í bæjarstjórn sat hjá við afgreiðslu ársreiknings í vikunni vegna þess sem Magni kallar óráðsíu og blekkingarleik. Auk Magna sat hjá Hallfríður Bjarnadóttir einnig frá Sjálfstæðisflokknum og Ásmundur Páll Hjaltason frá Biðlistanum. Segir Magni að ársreikningurinn líti bærilega út enn eitt árið en ástæða þess sé einfaldlega sú að framkvæmdir sitji á hakanum og frestað sé mánuðum saman að ráða í lausar stöður innan bæjarfélagsins. "Það segir sig sjálft að spara má mikla fjármuni með því að skjóta slíku á frest og það hefur meirihlutinn gert ítrekað. Hér má segja að fjölmargar framkvæmdir sem staðið hafa fyrir dyrum og beðið er eftir sé slegið á frest sem veldur því að verktakar og húsbyggjendur geta ekki hafist handa á réttum tíma. Það er mikið kvartað út af því sem er afar bagalegt hjá sveitarfélagi sem vitað hefur verið í langan tíma að með stóriðju yrði fyrirsjáanlegur mikill uppgangur. Ýmis verk sem skipuleggja mátti með góðum fyrirvara sitja föst vegna skipulagsleysis bæjarstjórnar." Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, segir eðlilegt að áætlanir taki breytingum og það gildi einnig um Fjarðabyggð. "Framkvæmdaáætlanir eru eðlilega endurskoðaðar með jöfnu millibili með tilliti til fjárhagsáætlana. Þess utan getur forgangsröðun verkefna tekið ófyrirséðum breytingum og oft á tíðum ætla menn sér meira en minna í sínum áætlunum. Þetta á við um flestöll sveitarfélög og er ekkert sem á að koma bæjarfulltrúum á óvart og því botna ég ekki í bókunum á borð við þá sem minnihlutinn lét frá sér fara. Slík bókun gefur það í skyn að bæjarfulltrúar hafi eitthvað með það að gera hvernig ársreikningur er gerður. Slíkur reikningur er gerður af löggiltum endurskoðendum eftir reikningsskilavenjum og leggja þar starfsheiður sinn að veði. Slík bókun dæmir sig sjálf."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira