Full alvara með eigin vegaáætlun 7. maí 2005 00:01 Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira