Dísilolían lækkar um 5 krónur 7. maí 2005 00:01 Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira