Sakaði stjórnarflokkana um svik 11. maí 2005 00:01 Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira