Sjávarútvegurinn skiptir ekki máli 13. október 2005 19:12 "Það er ástæða fyrir því að Síldavinnslan hefur ákveðið að hætta vinnslu á þorski í landi," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Niðurstöður nýrrar skýrslu um hágengi sem margir innan sjávarútvegs hafa beðið eftir liggja fyrir og þrátt fyrir að útvegsfyrirtæki búi við erfið rekstarskilyrði þykir vart tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar í heild. Þessar upplýsingar eru ekki uppörvandi fyrir marga sem von áttu á raunhæfum tillögum frá nefndinni á borð við Samtök fiskvinnslustöðva og Björgólfur segir þetta lýsandi dæmi um að sjávarútvegurinn sé hættur að skipta máli í þjóðarbúskapnum. "Ég átti í raun ekki von á neinum sérstökum tillögum frá nefndinni eins og aðrir enda nokkuð ljóst að hátt gengi krónunnar er eitthvað sem veltur á fjölmörgum þáttum og ekkert einfalt að bregðast við. Staðan er sú að við hjá Síldarvinnslunni höfum ákveðið að draga saman seglin eftir getu og meðal þess sem við gerðum var að hætta vinnslu á þorski í landi enda treystum við okkur ekki til að reka vinnslu á núllinu." Hágengisnefndin leggur fram tillögur til að stemma stigu við háu gengi en mælir ekki með neinni þeirra. Ekki sé viðunandi að gripið verði inn í aðgerðir Seðlabankans en hækkun bankans á stýrivöxtum er ein meginástæða gengishækkunar. Frekar er talið ráðlegt að beita fjármálastefnu ríkisins til að gefa bankanum svigrúm til að draga úr aðhaldi með frestum stórframkvæmda og skattalækkanna. Bent er á að samkeppni ríkisins á íbúðalánamarkaði sé ein rót vandans og gefi það tilefni til að endurhugsa hlutverk Íbúðalánasjóðs. Ennfremur er bent á að lækkun veiðigjalds gæti haft jákvæð áhrif en ekki er mælt með slíku þar sem slík lækkun hefi engin áhrif á hag fiskvinnslunnar sem er sú grein sem höllustum fæti stendur. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir koma sér á óvart hversu sterkur íslenskur sjávarútvegur sé í heild sinni. "Afkoman þrátt fyrir allt er ekki verri en hún var allan síðasta áratug en kröfurnar eru orðnar meiri. En það er ekkert sem fram kemur í skýrslunni sem gefur tilefni til að fara í sértækar aðgerðir." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
"Það er ástæða fyrir því að Síldavinnslan hefur ákveðið að hætta vinnslu á þorski í landi," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Niðurstöður nýrrar skýrslu um hágengi sem margir innan sjávarútvegs hafa beðið eftir liggja fyrir og þrátt fyrir að útvegsfyrirtæki búi við erfið rekstarskilyrði þykir vart tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu greinarinnar í heild. Þessar upplýsingar eru ekki uppörvandi fyrir marga sem von áttu á raunhæfum tillögum frá nefndinni á borð við Samtök fiskvinnslustöðva og Björgólfur segir þetta lýsandi dæmi um að sjávarútvegurinn sé hættur að skipta máli í þjóðarbúskapnum. "Ég átti í raun ekki von á neinum sérstökum tillögum frá nefndinni eins og aðrir enda nokkuð ljóst að hátt gengi krónunnar er eitthvað sem veltur á fjölmörgum þáttum og ekkert einfalt að bregðast við. Staðan er sú að við hjá Síldarvinnslunni höfum ákveðið að draga saman seglin eftir getu og meðal þess sem við gerðum var að hætta vinnslu á þorski í landi enda treystum við okkur ekki til að reka vinnslu á núllinu." Hágengisnefndin leggur fram tillögur til að stemma stigu við háu gengi en mælir ekki með neinni þeirra. Ekki sé viðunandi að gripið verði inn í aðgerðir Seðlabankans en hækkun bankans á stýrivöxtum er ein meginástæða gengishækkunar. Frekar er talið ráðlegt að beita fjármálastefnu ríkisins til að gefa bankanum svigrúm til að draga úr aðhaldi með frestum stórframkvæmda og skattalækkanna. Bent er á að samkeppni ríkisins á íbúðalánamarkaði sé ein rót vandans og gefi það tilefni til að endurhugsa hlutverk Íbúðalánasjóðs. Ennfremur er bent á að lækkun veiðigjalds gæti haft jákvæð áhrif en ekki er mælt með slíku þar sem slík lækkun hefi engin áhrif á hag fiskvinnslunnar sem er sú grein sem höllustum fæti stendur. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir koma sér á óvart hversu sterkur íslenskur sjávarútvegur sé í heild sinni. "Afkoman þrátt fyrir allt er ekki verri en hún var allan síðasta áratug en kröfurnar eru orðnar meiri. En það er ekkert sem fram kemur í skýrslunni sem gefur tilefni til að fara í sértækar aðgerðir."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira