Ökuníðingar hvergi óhultir 19. maí 2005 00:01 Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Reykvískir ökuníðingar verða hvergi óhultir í sumar. Lögreglan í Reykjavík ætlar að beita sér sérstaklega gegn hraðakstri í íbúðahverfum og koma hraðamyndavélum fyrir í ómerktum lögreglubílum. Að sögn lögreglunnar hafa margir ökumenn verið stöðvaðir í borginni undanfarið vegna hraðaksturs og telur hún brýnt að bregðast við með hertara eftirliti. Unnið verður að bættu umferðaröryggi í íbúðahverfunum í sumar og er vonast eftir góðri samvinnu borgaranna í þeim efnum. Lögreglan hvetur fólk til að koma með ábendingar um hættulega staði og aðra staði þar sem umferðarhraði er mikill. Við eftirlitið verður notast við hraðamyndavélar í ómerktum lögreglubílum sem staðsettir verða í íbúðahverfunum og einnig verður fylgst með ökumönnum með ratsjármælingum í merktum lögreglubílum. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lykilatriði fyrir lögreglu til að ná árangri sé að vinna með íbúunum og fá upplýsingar um það sem gerist í hverfunum. Lögreglan vilji beina athyglinni meira af þeim þætti en hún hafi gert en hún muni að sjálfsögðu halda áfram hraðamælingum á stofnbrautum. Karl Steinar segir að í öllum hverfum séu hættulegar götur þar sem ökumenn keyri hratt og skapi sjálfum sér og öðrum hættu í umferðinni. Ástandið sé þó misjafnt eftir hverfum. Borgaryfirvöld hafi staðið fyrir aðgerðum á undanförnum árum til þess að lækka hraða og hverfin séu í auknum mæli að verða svæði þar sem 30 kílómetra hraði sé leyfilegur. Það auki öryggi borgaranna og það skipti máli að þeir sjálfir fylgi lögum og reglum. Á þessum svæðum séu skólar og leikskólar og þó að starf fari ekki fram í skólum viti fólk að börn séu úti að leika sér. Hætturnar séu því fyrir hendi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira