Gætu unnið náið saman 20. maí 2005 00:01 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. Kosningaþátttakan hjá Samfylkingunni er fremur lítil að margra mati eða tæp 60 prósent. Fjórtán þúsund félagar voru í Samfylkingunni fyrir en eru nú tuttugu þúsund. Sex þúsund bættust við vegna formannskjörsins en einungis rétt rúmur helmingur kaus. Baldur Þórhallsson segir að kosningarannsóknir og skráningartölur flokka sýni að það séu mun fleiri skráðir í íslenska stjórnmálaflokka hlutfallslega en annars staðar á Norðurlöndum. Þetta komi til vegna þess að fjöldi Íslendinga taki þátt í prófkjörum og sé þannig skráður í flokkana án þess að vilja það. Hann telji því að stór hópur fólks sem viti ekki að hann sé í stjórnmálaflokki eða kæri sig ekki um það. Hvað skyldu úrslitin í formannskosningunni bera í skauti sér fyrir þann sem tapar? Er hægt að hugsa sér að annað þeirra geti lifað sínu pólitíska lífi í skugga hins? Baldur bendir á Þorsteinn Pálsson hafi verið ráðherra í fjölda ára eftir að hafa tapað í formannsslag fyrir Davíð Oddssyni. Össsur og Ingibjörg verði væntanlega bæði í forystusveit flokksins áfram. Hins vegar telji að hann ef svo færi að Össur myndi vinna myndi skapast mikill óróleiki meðal stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar. Hún hafi af mörgum verið talin erfðaprins flokksins og allar skoðanakannanir sýni að hún hafi mun meira fylgi meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar en Össur. Líklega kæmu fram ásakanir um nokkuð sérkennilega smölun í flokkinn ef Össur ynni og það gæti skapast heilmikill óróleiki meðal stuðningsmanna hennar. Aðspurður hver áhrifin verði á pólitískt líf Ingibjargar og Össur ef úrslitin verði mjög afgerandi segir Baldur að ekki sé óeðlilegt að ætla að það þeirra sem tapi dragi sig til hlés í umræðunni en hann sjái fyrir sér að þau geti bæði verið áfram í forystusveit flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að pólitísk framtíð þess sem verður undir í formannskjöri Samfylkingarinnar ráðist meðal annars af því hversu afgerandi úrslitin verða. Ef það verður mjótt á mununum gæti orðið um nánari samvinnu að ræða. Hann segir litla þátttöku í kosningunum skýrast af því að fleiri séu skráðir í stjórnmálaflokka en kæri sig um. Kosningaþátttakan hjá Samfylkingunni er fremur lítil að margra mati eða tæp 60 prósent. Fjórtán þúsund félagar voru í Samfylkingunni fyrir en eru nú tuttugu þúsund. Sex þúsund bættust við vegna formannskjörsins en einungis rétt rúmur helmingur kaus. Baldur Þórhallsson segir að kosningarannsóknir og skráningartölur flokka sýni að það séu mun fleiri skráðir í íslenska stjórnmálaflokka hlutfallslega en annars staðar á Norðurlöndum. Þetta komi til vegna þess að fjöldi Íslendinga taki þátt í prófkjörum og sé þannig skráður í flokkana án þess að vilja það. Hann telji því að stór hópur fólks sem viti ekki að hann sé í stjórnmálaflokki eða kæri sig ekki um það. Hvað skyldu úrslitin í formannskosningunni bera í skauti sér fyrir þann sem tapar? Er hægt að hugsa sér að annað þeirra geti lifað sínu pólitíska lífi í skugga hins? Baldur bendir á Þorsteinn Pálsson hafi verið ráðherra í fjölda ára eftir að hafa tapað í formannsslag fyrir Davíð Oddssyni. Össsur og Ingibjörg verði væntanlega bæði í forystusveit flokksins áfram. Hins vegar telji að hann ef svo færi að Össur myndi vinna myndi skapast mikill óróleiki meðal stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar. Hún hafi af mörgum verið talin erfðaprins flokksins og allar skoðanakannanir sýni að hún hafi mun meira fylgi meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar en Össur. Líklega kæmu fram ásakanir um nokkuð sérkennilega smölun í flokkinn ef Össur ynni og það gæti skapast heilmikill óróleiki meðal stuðningsmanna hennar. Aðspurður hver áhrifin verði á pólitískt líf Ingibjargar og Össur ef úrslitin verði mjög afgerandi segir Baldur að ekki sé óeðlilegt að ætla að það þeirra sem tapi dragi sig til hlés í umræðunni en hann sjái fyrir sér að þau geti bæði verið áfram í forystusveit flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira