Einbeitir sér að tónlist í sumar 25. maí 2005 00:01 "Ég fékk nú ekkert fullt af tíum," segir Sigrún Kristbjörg aðspurð og gefur ekki meira upp um það mál. Spurð út í verðlaunin segir hún hógvær. "Jú, eitthvað fékk ég af þeim," en getur ekki talið þau upp fyrr en að rannsökuðu máli. Hún hefur heldur ekki haft fyrir því að reikna út meðaleinkunnina sína og segir það hafa komið sér verulega á óvart þegar hún varð dúx. "Ég átti alls ekki von á þessu," segir hún. Tungumálin eru hennar eftirlætisfög enda fékk hún verðlaun fyrir íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku. "Ef maður hefur áhuga á einhverju er maður miklu viljugri að leggja eitthvað á sig. Það er líka svo gaman að læra eitthvað sem maður getur notað og þannig eru tungumálin." Sigrún Kristbjörg verður tvítug í september og þótt hún væri fjögur ár í framhaldsskólanum lauk hún námsefninu á þremur og hálfu. Eina önn var hún í Þýskalandi en fékk hana ekki metna hér. Svo stundar hún nám í básúnuleik líka og kveðst hafa verið í hópi tónlistarnema sem séð hafi um söngkeppnina í Flensborg. "Þegar eitthvað hefur verið um að vera höfum við oft staðið fyrir einhverju sprelli," segir Sigrún Kristbjörg, sem hyggst taka frí frá bóknámi næsta vetur og einbeita sér að básúnunni, auk þess að vinna eitthvað með. Greinilegt er að líf hennar mun snúast mikið um tónlist á næstunni því í sumar ætlar hún að starfa með tónlistarhópi á vegum Hafnarfjarðarbæjar og fram undan er ferð með Bigbandi Tónlistarskólans til Svíþjóðar. Fyrst verða reyndar Bigbandstónleikar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þeir eru á dagskrá næsta þriðjudagskvöld. Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég fékk nú ekkert fullt af tíum," segir Sigrún Kristbjörg aðspurð og gefur ekki meira upp um það mál. Spurð út í verðlaunin segir hún hógvær. "Jú, eitthvað fékk ég af þeim," en getur ekki talið þau upp fyrr en að rannsökuðu máli. Hún hefur heldur ekki haft fyrir því að reikna út meðaleinkunnina sína og segir það hafa komið sér verulega á óvart þegar hún varð dúx. "Ég átti alls ekki von á þessu," segir hún. Tungumálin eru hennar eftirlætisfög enda fékk hún verðlaun fyrir íslensku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku. "Ef maður hefur áhuga á einhverju er maður miklu viljugri að leggja eitthvað á sig. Það er líka svo gaman að læra eitthvað sem maður getur notað og þannig eru tungumálin." Sigrún Kristbjörg verður tvítug í september og þótt hún væri fjögur ár í framhaldsskólanum lauk hún námsefninu á þremur og hálfu. Eina önn var hún í Þýskalandi en fékk hana ekki metna hér. Svo stundar hún nám í básúnuleik líka og kveðst hafa verið í hópi tónlistarnema sem séð hafi um söngkeppnina í Flensborg. "Þegar eitthvað hefur verið um að vera höfum við oft staðið fyrir einhverju sprelli," segir Sigrún Kristbjörg, sem hyggst taka frí frá bóknámi næsta vetur og einbeita sér að básúnunni, auk þess að vinna eitthvað með. Greinilegt er að líf hennar mun snúast mikið um tónlist á næstunni því í sumar ætlar hún að starfa með tónlistarhópi á vegum Hafnarfjarðarbæjar og fram undan er ferð með Bigbandi Tónlistarskólans til Svíþjóðar. Fyrst verða reyndar Bigbandstónleikar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þeir eru á dagskrá næsta þriðjudagskvöld.
Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira