Vilja fjármuni til varnar MÓSU 2. júní 2005 00:01 Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira