Flest bendir til tengsla al-Kaída 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mohammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkjanna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasamtakanna. Ekki er útilokað að útsendarar al-Kaída hafi leitt fjórmenningana sem frömdu hryðjuverkin í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árásunum heldur hafi þeir hugsanlega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendararnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöðinni að King's Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níutíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neðanjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætisvagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfirheyrðu í gær þarlendan kaupsýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenninganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lundúnum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú námskeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútímaleg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buckinghamshire. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mohammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkjanna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasamtakanna. Ekki er útilokað að útsendarar al-Kaída hafi leitt fjórmenningana sem frömdu hryðjuverkin í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árásunum heldur hafi þeir hugsanlega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendararnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöðinni að King's Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níutíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neðanjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætisvagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfirheyrðu í gær þarlendan kaupsýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenninganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lundúnum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú námskeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútímaleg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buckinghamshire.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira