London: Tengsl við Sádi-Arabíu 31. júlí 2005 00:01 Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira