Blæs á sögusagnir um klofning 15. ágúst 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík verður haldinn í kvöld þar sem ákveðið verður hvort vinstri - grænir vilji halda R-listasamstarfinu áfram. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hreyfingin vilji áframhaldandi samstarf og því verði ákveðið að bjóða fram sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Aðspurður hvort hann sé hræddur um að vinstri - grænir í Reykjavík muni klofna ef niðurstaðan verður sú að hreyfingin dragi sig út úr R-listasamstarfinu segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að hann sé það alls ekki. Það hafi einkennt framgöngu vinstri - grænna í málinu að þar á bæ hafi málin verið unnin lýðræðislega og félagslega og bæði stjórn félagsins, viðræðunefnd og borgarfulltrúar flokksins hafi sótt skýrt umboð til almennra félagsfunda eins og þess sem halda eigi í kvöld. Þó svo að menn kunni að hafa mismunandi skoðanir og mat á stöðunni hafi menn staðið saman um þá stefnu sem ákveðin hafi verið. Hann hafi því engar áhyggjur af klofningi og telur að menn ættu að gæta þess í einhverri taugaveiklun og kjaftagangi að fara ekki fram úr sér. Fréttastofan sagði frá því í gær að þreifingar væru hafnar um framhald á stjórnarsamstarfi í borginni án þátttöku vinstri - grænna en með frjálslyndum og óháðum. Inn í þetta nýja R-listassamstarf kæmu enn fremur ýmsir fulltrúar Vinstri - grænna sem myndu kljúfa sig úr flokknum. Spurður hvernig honum lítist á þessar hugmyndir segir Steingrímur að hann hafi enga skoðun á því á meðan um sé að ræða orðróm og sögusagnir. Vinstri - grænir hafi talið að þeir væru í alvöru viðræðum á heiðarlegum grundvelli um það hvort kosningabandalag flokkanna þriggja gæti haldið áfram á sama grunni og það hefur verið. Það hafi verið vilji til þess af hálfu vinstri - grænna að láta reyna á það til þrautar en ekki hafi náðst samkomulag um slíkt. Það sé þá allt annað mál ef menn ætli að búa til nýtt samstarf á nýjum grunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, blæs á sögusagnir um að hreyfingin í Reykjavík sé að klofna. Félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík verður haldinn í kvöld þar sem ákveðið verður hvort vinstri - grænir vilji halda R-listasamstarfinu áfram. Ekki eru taldar miklar líkur á því að hreyfingin vilji áframhaldandi samstarf og því verði ákveðið að bjóða fram sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Aðspurður hvort hann sé hræddur um að vinstri - grænir í Reykjavík muni klofna ef niðurstaðan verður sú að hreyfingin dragi sig út úr R-listasamstarfinu segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, að hann sé það alls ekki. Það hafi einkennt framgöngu vinstri - grænna í málinu að þar á bæ hafi málin verið unnin lýðræðislega og félagslega og bæði stjórn félagsins, viðræðunefnd og borgarfulltrúar flokksins hafi sótt skýrt umboð til almennra félagsfunda eins og þess sem halda eigi í kvöld. Þó svo að menn kunni að hafa mismunandi skoðanir og mat á stöðunni hafi menn staðið saman um þá stefnu sem ákveðin hafi verið. Hann hafi því engar áhyggjur af klofningi og telur að menn ættu að gæta þess í einhverri taugaveiklun og kjaftagangi að fara ekki fram úr sér. Fréttastofan sagði frá því í gær að þreifingar væru hafnar um framhald á stjórnarsamstarfi í borginni án þátttöku vinstri - grænna en með frjálslyndum og óháðum. Inn í þetta nýja R-listassamstarf kæmu enn fremur ýmsir fulltrúar Vinstri - grænna sem myndu kljúfa sig úr flokknum. Spurður hvernig honum lítist á þessar hugmyndir segir Steingrímur að hann hafi enga skoðun á því á meðan um sé að ræða orðróm og sögusagnir. Vinstri - grænir hafi talið að þeir væru í alvöru viðræðum á heiðarlegum grundvelli um það hvort kosningabandalag flokkanna þriggja gæti haldið áfram á sama grunni og það hefur verið. Það hafi verið vilji til þess af hálfu vinstri - grænna að láta reyna á það til þrautar en ekki hafi náðst samkomulag um slíkt. Það sé þá allt annað mál ef menn ætli að búa til nýtt samstarf á nýjum grunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira