Berst fyrir fatlaða og íþróttir 16. ágúst 2005 00:01 "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, Ásgeir Friðgeirsson, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. "Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjörtímabili," segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. "Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif," segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. "Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands," segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. "Þessi málaflokkur er steindauður á Alþingi," segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá mun hann einnig hætta sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann mun láta af trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafélagsins. "Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK," segir Valdimar sem hefur verið kallaður félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhugamál Valdimars. "Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög umhugað að öðrum bjóðist það," segir Valdimar hlæjandi en hann hefur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
"Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar, Ásgeir Friðgeirsson, sagði sig óvænt af lista Samfylkingarinnar. Valdimar átti því síst von á að gerast alþingismaður í fullu starfi á þessu kjörtímabili. "Ég var annar varamaður og átti von á tveimur vikum á þessu kjörtímabili," segir Valdimar kankvís en raunin varð önnur og hefur hann á síðustu tveimur árum leyst af á þingi í samtals fjóra mánuði. Valdimar, sem er menntaður fiskeldisfræðingur en hefur einnig lagt stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, líkar þingsetan vel. "Maður hefur það á tilfinningunni að maður geti komið einhverju til leiðar og haft áhrif," segir Valdimar sem ætlar að leggja áherslu á tvennt í sínu starfi sem þingmaður. "Ég vil strax leggja áherslu á fasta fjárveitingu til sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands," segir Valdimar sem hefur starfað í íþróttahreyfingum í tuttugu ár. "Þessi málaflokkur er steindauður á Alþingi," segir Valdimar sem ætlar einnig að leggja áherslu á málefni fatlaðra almennt en hann hefur starfað í hlutastarfi á sambýli fyrir einhverfa í tólf ár. Nokkrar breytingar verða því á högum Valdimars í haust. Hann hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri Aftureldingar lausu sem hann hefur starfað við í tólf ár. Þá mun hann einnig hætta sem stuðningsfulltrúi á sambýli auk þess sem hann mun láta af trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt innan SFR starfmannafélagsins. "Ég mun hætta öllu nema sem formaður UMSK," segir Valdimar sem hefur verið kallaður félagsmálatröll af vinum og kunningum enda verið í forsvari í ýmsum nefndum og ráðum allt frá unglingsaldri. Félags- og íþróttamál eru einnig aðaláhugamál Valdimars. "Ég hef aldrei farið á íþróttaæfingu sjálfur sem er ótrúlegt en mér er mjög umhugað að öðrum bjóðist það," segir Valdimar hlæjandi en hann hefur áhuga á knattspyrnu eins og svo margur og heldur bæði með Aftureldingu og ÍA í boltanum enda uppalinn á Akranesi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira