Óskoðaður og ótryggður 23. ágúst 2005 00:01 Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent