Færeyskur banki 24. ágúst 2005 00:01 Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. Þar er núna einstakt tækifæri fyrir okkur sem vitum allt um hvað gerðist á Íslandi síðustu árina að fara í tímaferðalag. Færeyjar 2005 eru Ísland 1995 eða jafnvel enn fyrr. Ég veit að Færeyingarnir eru stressaðir yfir því að útlendingar komi og kaupi allt í Færeyjum þegar þeir byrja að einkavæða. Þess vegna er sennilega skynsamlegt að reyna að finna Færeying sem hefur náð árangri erlendis og getur komið til baka forframaður og auðugur. Nærtækast er náttúrlega að setja sig í samband við Jákúp í Rúmfatalagernum. Hann hefur ekki farið hátt, en er geysilega öflugur. Búinn að reka þessar verslanir með glæsibrag undanfarin ár og á eflaust seðlabúnt undir Rúmfatalagerskoddanum sínum. Ég sé alveg fyrir mér að við mætum í sameiginlegu eignarhaldsfélagi, sem gæti til dæmis heitið Dalíla, og kaupum eitt stykki banka í Færeyjum. Síðan gerum við bara eins og Bjöggarnir. Setjum smá stuð í atvinnulífið í Færeyjum og dobblum verðið á bankanum. Þetta hefur reynst vel hér á landi. Björgólfsfeðgar hafa gert það rosalega gott á þessu og um leið hafa margir aðrir grætt. Af því að mér er annt um að vera ósýnilegur myndi ég svo senda Jákúp í öll viðtölin og opinberar athafnir þegar bankinn styrkti menningarstarfsemi og þvíumlíkt í Færeyjum. Þegar bankinn er kominn í höfn, þá förum við að makka með Þorsteini Má um sjávarútveginn, hagræðum hressilega eða seljum pakkann einhverjum ástríðuútgerðarkallinum í Færeyjum með skuldsettum kaupum. Bankinn mun auðvitað græða á öllu saman og fara að huga að útrás. Svo myndum við kaupa það sem eftir verður í Danmörku eftir kaup Íslendinga þar í landi. Ég held ég selji Jákúpi hugmyndina með því að það verði ekkert tiltökumál að kaupa móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins, Jysk sengetøjslager, af Lars Larson, þegar maður á færeyskan banka. Spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Ég er að hugsa um að stofna eignarhaldsfélag í Færeyjum. Allir stóru fjárfestarnir hér á landi horfa til Bretlands og Norðurlandanna og nenna ekkert að hugsa um möguleikana í Færeyjum. Þar er núna einstakt tækifæri fyrir okkur sem vitum allt um hvað gerðist á Íslandi síðustu árina að fara í tímaferðalag. Færeyjar 2005 eru Ísland 1995 eða jafnvel enn fyrr. Ég veit að Færeyingarnir eru stressaðir yfir því að útlendingar komi og kaupi allt í Færeyjum þegar þeir byrja að einkavæða. Þess vegna er sennilega skynsamlegt að reyna að finna Færeying sem hefur náð árangri erlendis og getur komið til baka forframaður og auðugur. Nærtækast er náttúrlega að setja sig í samband við Jákúp í Rúmfatalagernum. Hann hefur ekki farið hátt, en er geysilega öflugur. Búinn að reka þessar verslanir með glæsibrag undanfarin ár og á eflaust seðlabúnt undir Rúmfatalagerskoddanum sínum. Ég sé alveg fyrir mér að við mætum í sameiginlegu eignarhaldsfélagi, sem gæti til dæmis heitið Dalíla, og kaupum eitt stykki banka í Færeyjum. Síðan gerum við bara eins og Bjöggarnir. Setjum smá stuð í atvinnulífið í Færeyjum og dobblum verðið á bankanum. Þetta hefur reynst vel hér á landi. Björgólfsfeðgar hafa gert það rosalega gott á þessu og um leið hafa margir aðrir grætt. Af því að mér er annt um að vera ósýnilegur myndi ég svo senda Jákúp í öll viðtölin og opinberar athafnir þegar bankinn styrkti menningarstarfsemi og þvíumlíkt í Færeyjum. Þegar bankinn er kominn í höfn, þá förum við að makka með Þorsteini Má um sjávarútveginn, hagræðum hressilega eða seljum pakkann einhverjum ástríðuútgerðarkallinum í Færeyjum með skuldsettum kaupum. Bankinn mun auðvitað græða á öllu saman og fara að huga að útrás. Svo myndum við kaupa það sem eftir verður í Danmörku eftir kaup Íslendinga þar í landi. Ég held ég selji Jákúpi hugmyndina með því að það verði ekkert tiltökumál að kaupa móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins, Jysk sengetøjslager, af Lars Larson, þegar maður á færeyskan banka. Spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira