Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn 29. ágúst 2005 00:01 Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi. Eftir tilkynningu Gísla Marteins í gær er ekki lengur möguleiki á að flokksmenn standi einhuga að baki núverandi oddvita, Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Með framboði sínu hefur Gísli þannig opnað dyrnar að framboði til fyrsta sætisins fyrir fleiri frambjóðendur. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru miklar líkur á að minnst einn í viðbót muni berjast um efsta sætið og jafnvel fleiri. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því allt útlit er fyrir að hann ætli að hætta í borgarmálum eftir þetta kjörtímabil. Heimildarmenn fréttastofu innan Sjálfstæðisflokksins segjast allir telja að Guðlaugur sé að hætta enda ætli hann að einbeita sér að störfum sínum á Alþingi. Guðlaugur segist þó sjálfur ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta sem borgarfulltrúi eftir kjörtímabilið Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist í morgun næðu sjálfstæðismenn hreinum meirihluta ef kosið yrði í borginni nú. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins, sögðust 53,5 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir líta á niðurstöðuna sem skýra traustsyfirlýsingu við sig. Hann hafi verið oddviti og verkstjóri hópsins í rúm tvö ár. Hann spyr sig hvort honum yrði ekki kennt um það ef flokkurinn bætti ekki við sig fylgi heldur væri í 40 prósentum eins og í síðustu kosningum. Aðspurður hvort honum þyki þá ekki súrt í broti að það sé ekki einhugur innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um að fylkja sér á bak við hann segir Vilhjálmur að hann hafi ekki verið kosinn í fyrsta sæti nú heldur hafi hann tekið við af Birni Bjarnasyni. Það sé því ósköp eðlilegt ef einhver annar haldi að hann geti gert betur en hann og sótt meira fylgi en 53-54 prósent og eins gott að það komi þá fram. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi. Eftir tilkynningu Gísla Marteins í gær er ekki lengur möguleiki á að flokksmenn standi einhuga að baki núverandi oddvita, Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Með framboði sínu hefur Gísli þannig opnað dyrnar að framboði til fyrsta sætisins fyrir fleiri frambjóðendur. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru miklar líkur á að minnst einn í viðbót muni berjast um efsta sætið og jafnvel fleiri. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því allt útlit er fyrir að hann ætli að hætta í borgarmálum eftir þetta kjörtímabil. Heimildarmenn fréttastofu innan Sjálfstæðisflokksins segjast allir telja að Guðlaugur sé að hætta enda ætli hann að einbeita sér að störfum sínum á Alþingi. Guðlaugur segist þó sjálfur ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta sem borgarfulltrúi eftir kjörtímabilið Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birtist í morgun næðu sjálfstæðismenn hreinum meirihluta ef kosið yrði í borginni nú. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins, sögðust 53,5 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir líta á niðurstöðuna sem skýra traustsyfirlýsingu við sig. Hann hafi verið oddviti og verkstjóri hópsins í rúm tvö ár. Hann spyr sig hvort honum yrði ekki kennt um það ef flokkurinn bætti ekki við sig fylgi heldur væri í 40 prósentum eins og í síðustu kosningum. Aðspurður hvort honum þyki þá ekki súrt í broti að það sé ekki einhugur innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um að fylkja sér á bak við hann segir Vilhjálmur að hann hafi ekki verið kosinn í fyrsta sæti nú heldur hafi hann tekið við af Birni Bjarnasyni. Það sé því ósköp eðlilegt ef einhver annar haldi að hann geti gert betur en hann og sótt meira fylgi en 53-54 prósent og eins gott að það komi þá fram.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira