Leitað á meðan aðstæður leyfa 10. september 2005 00:01 Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu þau við Skarfasker og Pétursflögu utan við Laugarnestanga. Einn þeirra þriggja sem bjargað var náði að hringja úr farsíma á hjálp eftir að þau voru komin á kjöl bátsins. Neyðarkallið barst Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt en þá var ekki vitað nákvæmlega hvar báturinn var staddur. Þorvaldur Sigmarsson, vettvangsstjóri lögreglunnar, segir að bátar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum hafi verið settir af stað og lögreglubáturinn hafi skömmu seinna siglt fram á fólkið sem bjargaðist og komið því í land. Ekki er vitað hvað olli slysinu en báturinn er talinn hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Aðspurður hvernig ástandi fólkið hafi verið í þegar það fannst segir Þorvaldur að það hafi verið kalt og verulega hrakið að sögn lögreglumannanna á bátnum. Það hafi því litlu mátt muna að verr færi. Aðstæður í nótt voru slæmar, lítið skyggni og rigningarsuddi. Báturinn heitir Harpa, var tiltölulega nýkominn til landsins og hafði því ekki verið skráður hjá tilkynningaskyldunni. Taug var komið í bátinn í nótt en hún slitnaði á milli Pétursflögu og Viðeyjar. Báturinn náðist svo upp klukkan ellefu og var komið með hann að landi á pramma í hádeginu. Á annað hundrað manns hafa tekið þátt í björgunargerðum í dag og í nótt. Allar fjörur frá Gróttu að Kjalarnesi hafa verið gengnar í dag, kafarar hafa leitað á þeirri leið sem líklegt þykir að þann sem leitað er að hafi rekið frá bátnum, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir svæðinu. Nú eins og oft áður vinna björgunarsveitirnar mikilvægt starf með fjölmennum sveitum sínum. Jónas Guðmundsson í svæðisstjórn Landsbjargar segir að tíu bátar og skip, um hundrað björgunarmenn, á annan tug kafara og nokkrir hundar hafi tekið þátt í leitinni, eða eins mikið og þeir gátu sett í leitina. Mikið var lagt upp úr leit á háfjöru rétt fyrir klukkan hálffimm í dag. Þá gengu eitt hundrað björgunarsveitarmenn fjörur á stórum svæðum þar sem líklegt var talið að maðurinn gæti fundist. Göngumenn munu leita fram undir myrkur eða til að verða klukkan átta í kvöld. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. Þá hefur verið ákveðið að hefja leit aftur um klukkan tvö á morgun en háfjara verður klukkan sex síðdegis á morgun. MYND/Teitur MYND/Teitur MYND/Heiða
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira