Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma 12. september 2005 00:01 Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira